Skip to main content
Frétt

Skorað á stjórnvöld að efla núverandi kerfi

By 16. október 2018No Comments

Stjórn Öryrkjabandalags Íslands hefur ályktað um starfsgetumat. Ályktunin er einföld.

Stjórn Öryrkjabandalags Íslands skorar á stjórnvöld að: Efla núverandi kerfi örorkumats í stað tilraunakennds starfsgetumats.

Í greinargerð með ályktun stjórnarinnar segir að að núverandi kerfi örorkumats sé í grundvallaratriðum vel uppbyggt, sveigjanlegt og traust. Bandalagið vill efla það og draga úr tekjutengingum í stað þess að leggja út í þá tilraunastarfsemi sem fólgin er í starfsgetumati sem ekki hefur verið sýnt fram á að fái staðist.

Starfsgeta öryrkja er gjarnan afar sveiflukennd. Með tilkomu starfsgetumats í stað örorkumats er hætt við að  öryrkjar lendi í alvarlegri afkomuóvissu. Þá þarf að hafa í huga að íslenskt atvinnulíf býður ekki upp á nægilega mörg og fjölbreytt störf við hæfi þeirra öryrkja sem treysta sér til að vinna. Almannatryggingar refsa öryrkjum fyrir atvinnuþátttöku með ósanngjörnum skerðingum. Starfsgetumat í stað núgildandi örorkumats er óraunhæft.