Skip to main content
Umsögn

Félagsráðgjöf

By 12. júní 2015No Comments

Félagsráðgjafi og félagsmálafulltrúi veita ráðgjöf  þeim sem leita til ÖBÍ varðandi sinn rétt eða ef þeir telja á sér brotið. Panta þarf tíma fyrirfram í síma 530-6700 eða með tölvupósti til félagsráðgjafa, Sigríðar Hönnu Ingólfsdóttur, sigridur(@)obi.is eða til félagsmálafulltrúa, Guðríðar Ólafsdóttur, gudridur(@)obi.is

Farið er yfir mál viðkomandi ogmikilvægt að mæta í viðtalið með öll gögn sem varða málið til að finna megi út hvar vandinn liggur. Veitt er aðstoð við gerð bréfa í formi andmæla til TR, óska um endurupptöku mála bæði hjá TR og lífeyrissjóðum og kærur til Úrskurðarnefndar almannatrygginga svo einhver dæmi séu nefnd. Verði mál mjög flókin kemur oft til aðstoðar lögfræðiráðgjafar.

Þeir sem búa út á landi eða erlendis geta hringt og fengið ráðgjöf og í framhaldi af því sent rafrænt afrit af gögnum sínum eða faxað (fax. 530-6701) og sent til ráðgjafans sem veitir þá aðstoð sem mögulegt er.