Brynja – hússjóður Öryrkjabandalagsins
er sjálfseignarstofnun sem á og rekur leiguhúsnæði fyrir öryrkja og fatlað fólk um allt land. Sjá nánari upplýsingar á heimasíðu Brynju hússjóðs, brynjahus.is
Húsnæði á vegum sveitarfélaga
Sveitarstjórn ber ábyrgð á að leysa úr húsnæðisþörf fólks í sveitarfélaginu sem þarfnast aðstoðar við húsnæðisöflun, samkvæmt lögum.
- Listi yfir sveitarfélög landsins á vef Sambands íslenskra sveitarfélaga.
- Reykjavíkurborg: Félagsbústaðir leigja einstaklingum og fjölskyldum sem eru undir skilgreindum tekju- og eignamörkum. Hægt er að sækja um húsnæði hjá Velferðarsviði Reykjavíkurborgar. Upplýsingar um umsóknarferli má sjá hér.
Íbúðalánasjóður
Fólk sem leigir íbúðarhúsnæði á rétt á húsnæðisbótum. Fatlað fólk á rétt á sérstökum lánum vegna breytinga á eigin húsnæði hjá Íbúðalánasjóði. Hægt er að sækja um lánið hér.
Húsnæði félagasamtaka
Nokkur félagasamtök fatlaðs fólks eiga húsnæði eða sambýli sem leigð eru út:
- Ás styrktarfélag fyrir fólk með þroskahömlun
- Blindrafélagið fyrir fólk sem er blint eða sjónskert
- Geðverndarfélag Íslands fyrir fólk með geðsjúkdóma
- Samtök endurhæfðra mænuskaddaðra fyrir fólk í samtökunum SEM
- Skálatúnsheimilið fyrir fólk með þroskahömlun
- Sólheimar fyrir fólk með þroskahömlun