Slys, veikindi og örorka
Við slys eða veikindi kemur þjónusta Sjúkratrygginga Íslands til með að bæta ýmsan kostnað. Jafnframt eiga flestir rétt hjá sínu stéttarfélagi. Aðstoð læknis þarf til að sækja um örorkumat komi til þess. Einnig þarf að kanna og sækja um hjá Tryggingastofnum og lífeyrissjóði með örorkustyrk, endurhæfingar-/örorkulífeyri, makalífeyri, barnalífeyri, umönnunarbætur og aðra greiðsluþátttöku.
- Örorka og örorkumat – ítarlegar upplýsingar á vef Tryggingastofnunar.
- Slys og veikindi – upplýsingar á vef Sjúkratrygginga (SÍ). Mikilvægt er að tilkynna slys innan árs svo réttur fyrnist ekki.
- Sjúkradagpeningar SÍ – greiddir til fólks sem verður óvinnufært vegna veikinda.
- Sjúkradagpeningar frá stéttarfélagi – þau sem greiða í stéttarfélag eiga í flestum tilfellum rétt á sjúkradagpeningum.
- Lífeyrissjóðir – við orkutap getur myndast réttur til að sækja um örorkulífeyri hjá þeim lífeyrissjóði/-um sem greitt hefur verið til.
- Heilsufar – hagnýtar upplýsingar um heilsufar á vef Þekkingarmiðstöðvar Sjálfsbjargar.
Þjónusta sveitarfélaga
Í dag er þjónusta við fatlað fólk að stærstum hluta hjá sveitarfélögum má þar nefna liði eins og fjárhags- og húsnæðisaðstoð, notendastýrða persónulega aðstoð (NPA), aksturþjónustu og fleira. Sjá nánar á vef Sambands íslenskra sveitarfélaga, Þjónusta við fatlað fólk
Samgöngur
Til að auðvelda fötluðu fólki að komast leiðar sinnar er þessi aðstoð í boði meðal annars.
- Bifreiðamál – upplýsingar á vef Tryggingastofnunar.
- Bifreiðamál – ítarlegar upplýsingar á vef Þekkingarmiðstöðvar Sjálfsbjargar.
- Akstursþjónusta fatlaðs fólks – Reykjavíkurborg
- P-merki og P-stæði, ítarlega upplýsingar á vef Þekkingarmiðstöðvar Sjálfsbjargar.
Umönnun
Þegar barn eða maki er langtíma veikt er hægt að sækja um umönnunabætur vegna vinnu aðstandenda við að hjúkra þeim veika í heimahúsi.
- Maka- og umönnunarbætur, sótt er um á vef Tryggingastofnunar.
- Umönnunargreiðslur vegna barna, sótt er um á vef Tryggingastofnunar.
Heimahjúkrun og þjónusta
Heimaþjónusta er veitt af sveitarfélögum og í flestum tilfellum er heimahjúkrun á vegum heilsugæslunnar. Þess utan eru fyrirtæki sem veita sambærilega þjónustu.
- Heimaþjónusta sveitarfélaga, skoðaðu kortið til að finna þjónustu þíns sveitarfélags.
- Vinun, sveigjanleg heimaþjónusta og heimahjúkrun.
- Sinnum, alhliða velferðarþjónusta einstaklinga.
- Ylfa, sveigjanlega notendastýrð persónulega aðstoð og þjónusta fyrir fatlað fólk og fjölskyldur þeirra.
- Öryggismiðstöðin, heimaþjónusta fyrir aldraða, fatlaða og sjúka.
Lyfjamál
Greiðsluþátttökukerfið vegna lyfjakaupa byggir á þrepaskiptri greiðsluþátttöku þar sem hver greiðir hlutfallslega minna eftir því sem lyfjakostnaður hans eykst innan tólf mánaða tímabils.
- Sjúkratryggingar Íslands, hagnýtar upplýsingar.
- Ítarefni um lyfjamál, á vef Þekkingarmiðstöðvar Sjálfsbjargar.
Hjálpartæki
Hjálpartæki og búnaður er nauðsynlegur mörgu fötluðu fólki.
- Sjúkratryggingar Íslands (SÍ), annast afgreiðslu á hjálpartækjum samkvæmt ákveðnum reglum.
- Hjálpartæki fyrir hreyfihamlaða, samantekt á vef Þekkingarmiðstöðvar Sjálfsbjargar.
- Heyrnar- og talmeinastöð Íslands, þjónar þeim sem eru heyrnarskertir, heyrnarlausir eða með talmein.
- Styrkur vegna kaupa á heyrnartækjum, SÍ greiða styrki vegna kaupa á heyrnartækjum.
- Hjálpartæki fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda, upplýsingar á vef Þjónustu- og þekkingarmiðstöðvar fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda.
- Næringarefni og sérfæði, SÍ veita styrki til kaupa á sérfæði og næringarefnum ef einstaklingur glímir við veruleg vandkvæði við fæðuinntöku.
- Fyrirtæki sem leigja eða selja hjálparbúnað, samantekt á vef Þekkingarmiðstöð Sjálfsbjargar.
Á vef Sjúkratrygginga Íslands, sjukra.is, eru upplýsingar um þjálfun, endurgreiðslur og hvernig sótt er um.