Hér má finna upplýsingar um hvert fatlað fólk og öryrkjar getur leitað, telji það á sér brotið og helstu kæruleiðir
- Félags- og lögfræðiráðgjöf ÖBÍ,á skrifstofu bandalagsins býðst öryrkjum, fötluðu fólki og aðstandendum ráðgjöf félagsráðgjafa og lögfræðinga um réttindamál.
- Réttindagæslumenn fatlaðs fólks, fatlað fólk sem þarf stuðning við að gæta réttar síns getur leitað til réttindagæslumanna á sínu landsvæði.
- Umboðsmaður Alþingis (UA), ef tafir eru á afgreiðslu mála hjá stofnunum ríkis og sveitarfélaga sem þú hefur leitað til með kvartanir, kærur o.fl., er hægt að leggja fram kvörtun til UA.
- Úrskurðarnefnd velferðarmála, vinnur með ágreiningsmál tengd TR eða SÍ sem rísa um grundvöll, skilyrða og upphæða bóta eða greiðslna. Sjá úrskurði nefndarinnar.
- Velferðarráðuneytið, fer með yfirstjórn málefna fatlaðs fólks og hefur yfirlit um þær kæru- og úrskurðarnefndir sem hægt er að leita til með mál