Við veikindi eða slys breytist oft starfsvettvangur og starfsgeta fólks og leita þarf nýrra leiða í verkþjálfun, náms- eða starfsendurhæfingu.
- Hringsjá náms- og starfsendurhæfing fyrir fólk sem vill komast aftur út á vinnumarkaðinn eftir hlé vegna sjúkdóma, slysa eða annarra áfalla.
- Fjölmennt miðstöð símenntunar fyrir fatlaða 20 ára og eldri.
- Kvasir samtök fræðslu og símenntunarstöðva um allt land.
Verkþjálfun
- Hlutverk – samtök um vinnu og verkþjálfun hefur innan sinna vébanda félög sem sinna fjölbreytilegri starfsþjálfun.
- Múlalundur – vinnustofa SÍBS er vinnustaður fyrir fólk með skerta starfsorku.
- Starfsendurhæfing á Reykjalundi, markmiðið að bjóða upp á atvinnutengda endurhæfingu fyrir fólk með skerta starfsgetu vegna heilsubrests.
- Virk -starfsendurhæfing hefur það að markmiði að draga úr líkum á að einstaklingur hverfi af vinnumarkaði vegna varanlegrar örorku.
- Janus endurhæfing – starfs- og atvinnuendurhæfing til að koma fólki aftur á vinnumarkaðinn og fyrirbyggja varanlega örorku.
Stuðningur, ráðgjöf og eftirfylgni
- Hugarafl ráðgjöf og eftirfylgd til fólks með geðræn vandamál og aðstandenda þeirra.
- Klúbburinn Geysir er fyrir einstaklinga sem hafa átt eða eiga við geðræn veikindi að stríða til að ná fótfestu í lífi og starfi.
- Ljósið endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fólks sem hefur fengið krabbamein og aðstandendur þeirra.
Menntun og atvinna
Til að leita leiða til að byggja upp nýjan vettvang eftir áföll er gott að geta leitað sér upplýsinga á meðfylgjandi vefum:
- Stofnanir Menntamálaráðuneytis á sviði menntamála og menningar, upplýsingar um framhaldsskóla, framhaldsfræðslu, háskóla og aðrar mennta- og menningarstofnanir.
- Iðan fræðslusetur, fyrir fólk og fyrirtæki í iðnaði sem vill bæta hæfni sína.
- Vinnumálastofnun, yfirstjórn vinnumiðlunar í landinu og daglega afgreiðslu Atvinnuleysistryggingasjóðs auk fjölmargra annarra verkefna.
- Vinnumiðlanir á Íslandi, upplýsingar um vinnumiðlanir á vef Vinnumálastofnunar.
- Sérstakur tölvubúnaður, TMF tölvumiðstöð – veitir ráðgjöf til einstaklinga og hópa varðandi tölvutengdan búnað sem nýtist fólki með mismunandi fatlanir. Ráðgjöf er veitt til,einstaklinga, aðstandenda, skóla og stofnana og getur ýmist farið fram hjá TMF eða hjá þeim aðilum sem óska eftir námskeiðum.
- Námskeið, símenntun, ítarlegar upplýsingar á vef Þekkingarmiðstöðvar Sjálfsbjargar.