Skip to main content
Umsögn

Saga ÖBÍ

By 19. maí 2021No Comments

Öryrkjabandalag Íslands var stofnað, þann 5. maí 1961. Á þeim sextíu árum sem liðin eru hafa þúsundir einstaklinga komið að baráttunni fyrir mannréttindum og viðurkenningunni á að við erum og verðum allskonar.  

Eitt samfélag fyrir alla – Saga ÖBÍ í 50 ár

Heimildarmynd

Árið 2011 þegar 50 ár liðin frá stofnun Öryrkjabandalags Íslands var gerð heimildarkvikmynd. Í myndinni er stiklað á stóru í viðburðaríkri sögu bandalagsins með frásögnum fjölda fólks sem lagt hefur baráttunni lið frá upphafi. Dagskrárgerð: Páll Kristinn Pálsson og Ólafur Sölvi Pálsson. Framleiðandi: Epos kvikmyndagerð fyrir ÖBÍ. Myndin var gefin út í táknmálsútgáfu, með íslenskum texta, án tónlistar og með enskum texta (english subtitle)

Bók um sögu ÖBÍ 

Í Sögu Öryrkjabandalags Íslands 1961 – 2011, Eitt samfélag fyrir alla, er jöfnum höndum greint frá þróun og uppbyggingu bandalagsins í hálfa öld og öllu því fjölbreytta starfi sem bandalagið hefur staðið að í samvinnu við aðildarfélögin, Í máli og myndum greinir höfundurinn, Friðrik G. Olgeirsson sagnfræðingur, frá þrotlausri baráttu fatlaðs fólks, starfsfólks bandalagsins og annarra velunnara fatlaðra fyrir bættum kjörum þeirra og auknum möguleikum til þátttöku í samfélaginu. 

Bókina er hægt að nálgast á því formi sem hentar best á skrifstofu ÖBÍ, Sigtúni 42; harðspjaldabók, stafrænan texta án myndefnis og PDF. Pantanir sendist á netfangið obi@obi.is eða í síma 530-6700

Tímarit ÖBÍ 1988-2018

Menning og saga ÖBÍ er einnig varðveitt á Landsbókasafni –  Háskólabókasafni. Hér er átt við öll útgefin frétta- og tímarit bandalagsins á þrjátíu ára tímabili sem voru skönnuð inn og skráð sumarið 2020. Öll tölublöðin eru aðgengileg á timarit.is. Sjá hér: Fréttabréf Öryrkjabandalagsins (1988- 2001) og Tímarit ÖBÍ (2002-2018)

Stjórn ÖBÍ 1961

Ljósmynd af stjórn ÖBÍ 1961
Myndatexti: Fyrsta stjórn Öryrkjabandalags Íslands og framkvæmdastjóri bandalagsins árið 1961. Frá vinstri: Andrés Gestsson, Blindrafélagið, Einar Eysteinsson, Blindravinafélagið, Sveinbjörn Finnsson, Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra, Oddur Ólafsson, formaður SÍBS og fyrsti formaður ÖBÍ, Sigríður Ingimarsdóttir, Styrktarfélag vangefinna, Zophanías Benediktsson, Sjálfsbjörg, Guðmundur Löve, fyrsti framkvæmdastjóri ÖBÍ.

Formenn ÖBÍ frá árinu 1961: 

1961 – 1967  Oddur Ólafsson 
1967 – 1969  Kristinn Björnsson 
1969 – 1971  Andrés Gestsson 
1971 – 1973  Sigríður Ingimarsdóttir 
1973 – 1975  Ólöf Ríkarðsdóttir 
1975 – 1977  Vigfús Gunnarsson 
1977 – 1979  Hannes Helgason 
1979 – 1981  Jóna Sveinsdóttir 
1981 – 1983  Arinbjörn Kolbeinsson 
1983 – 1986  Vilhjálmur B. Vilhjálmsson 
1986 – 1993  Arnþór Helgason 
1993 – 1997  Ólöf Ríkarðsdóttir 
1997 – 1999  Haukur Þórðarson 
1999 – 2005  Garðar Sverrisson 
2005 – 2008  Sigursteinn R. Másson 
2008 – 2009  Halldór Sævar Guðbergsson 
2009 – 2013  Guðmundur Magnússon 
2013 – 2017  Ellen Calmon 
2017 –           Þuríður Harpa Sigurðardóttir