Notendastýrð persónuleg aðstoð (NPA)
Túlkaþjónusta
-
Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra (SHH) er þekkingar- og þjónustumiðstöð fyrir íslenska táknmálssamfélagið.
Heyrnarskertir treysta á heyrnartæki til daglegra nota og á mannamótum er mikilvægt fyrir marga að hafa aðgang að tónmöskva (tengt við heyrnartæki) eða rittúlkun í tjáskiptum við annað fólk. Mikilvægt er að panta túlk með að minnsta kosti viku fyrirvara. Fyrir stærri verkefni er nauðsynlegt að túlkur fá gögn í hendur tímanlega til að undirbúa sig fyrir túlkun, til dæmis með því að lesa glærur, fyrirlestra eða annað efni sem tengist því sem túlka á.
Akstursþjónusta (ferðaþjónusta)
- Akstursþjónusta fatlaðs fólks á höfuðborgarsvæðinu. Strætó bs sér um framkvæmd sameiginlegrar akstursþjónustu fatlaðs fólks og aldraðra á höfuðborgarsvæðinu. Flest stærri sveitarfélögin veita akstursþjónustu.
- Akstursþjónusta blindra. Upplýsingar á vef Blindrafélagsins, blind.is
- P-merki og P-stæði. Spurt og svarað á obi.is