Þrjú ný hagsmunafélög voru samþykkt inn í ÖBÍ réttindasamtök á aðalfundi ÖBÍ 4. október 2025. Eru aðildarfélög ÖBÍ því orðin 43 talsins. Félögin nýju eru Átak, félag fólks með þroskahömlun, HD samtökin á Íslandi og PCOS samtök Íslands. Þau eru listuð fremst í þessum lista yfir aðildarfélögin með tenglum í heimasíður samtakanna.
Aðildarfélög ÖBÍ
Átak, félag fólks með þroskahömlun
Hlutverk Átaks er að vinna að sjálfstæði fólks með þroskahömlun, svo að það hafi raunverulegt vald yfir eigin lífi. Félagið er eina hagsmunafélag fatlaðs fólks á landinu sem er stýrt af fólki með þroskahömlun
PCOS samtök Íslands
Tilgangur samtakanna er meðal annars að fræða almenning og fagstéttir um PCOS (fjölblöðrueggjastokkaheilkenni). Berjast fyrir bættum réttindum, aðgengi að greiningu og meðferðarúrræðum til einstaklinga með PCOS, óháð búsetu.
Félag flogaveikra
Markmið félagsins er að fræða almenning og auka skilning á flogaveiki og áhrifum hennar á daglegt líf til að draga úr hræðslu og fordómum.
HIV Ísland
Tilgangur samtakanna er að auka þekkingu og skilning á HIV, styðja smitaða og aðstandendur þeirra.
Hjartaheill
Samtökin standa vörð um hagsmuni og réttindi hjartasjúklinga, stuðla að betri heilsu með áherslu á framfarir í forvörnum, fræðslu og meðferð hjartasjúkdóma.
MG félag Íslands
þjónustar fólk með Myasthenia Gravis (MG) sjúkdóminn og aðstandendur þeirra. Megintilgangurinn er að rjúfa hugsanlega einangrun sjúklinga og miðla fræðsluefni.
Ný rödd
er stuðningsfélag þeirra sem misst hafa raddbönd og barkakýli vegna krabbameins og aðstandenda þeirra.
SEM – samtök endurhæfðra mænuskaddaðra
Markmið samtakanna er að efla samhjálp mænuskaddaðra, vinna að auknum réttindum þeirra og bættri aðstöðu í þjóðfélaginu.
Stamfélag Íslands
Stamfélagið er fyrir fólk sem stamar og aðstandendur þeirra. Markmið félagsins er að stuðla að umræðu um stam og vera vettvangur fyrir sjálfshjálp.
SUM
Samtök um áhrif umhverfis á heilsu. Félagar í SUM eiga það sameiginlegt að hafa orðið fyrir heilsutjóni af völdum umhverfisáreitis eða þeir eiga aðstandendur sem lent hafa í slíku.

