Skip to main content

ÖBÍ réttindasamtök

Markmið ÖBÍ er að íslenskt þjóðfélag verði samfélag jöfnuðar og réttlætis þar sem allir einstaklingar, óháð líkamlegu og andlegu atgervi, njóti mannsæmandi lífskjara og jafnra möguleika til sjálfstæðs lífs og virkrar samfélagslegrar þátttöku ...

Úr lögum ÖBÍ

ÖBÍ réttindasamtök eru stefnumótandi í réttindamálum fatlaðs fólks og frumkvöðull innan málaflokksins. Hlutverk þeirra er að koma fram fyrir hönd fatlaðs fólks gagnvart opinberum aðilum í hverskyns hagsmunamálum. ÖBÍ samanstendur af 40 aðildarfélagi sem öll eiga það sameiginlegt að vera hagsmunasamtök ólíkra fötlunarhópa og starfa á landsvísu. Hvert og eitt er með sérþekkingu á sínu sviði og veitir margskonar fræðslu og stuðning. Samanlagður félagafjöldi þeirra er um 40.200 manns. Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks er leiðarljós í öllu starfi ÖBÍ.

Stefnur og lög

Hér má finna samþykktir ÖBÍ, siðareglur, helstu stefnur og verklagsreglur …

Fulltrúar í stjórn og nefndum

Fjöldi fólks tekur þátt í starfsemi ÖBÍ og gegnir margvíslegum trúnaðarstörfum fyrir bandalagið bæði í innra og ytra starfi þess. Formaður er Þuríður Harpa Sigurðardóttir.

Starfsfólk

Árangur ÖBÍ byggir á hæfu og vel þjálfuðu fólki í innra og ytra starfi samtakanna. Á árinu 2022 störfuðu að jafnaði 22 á skrifstofu ÖBÍ í 15,5 stöðugildum. Framkvæmdastjóri er Eva Þengilsdóttir

Aðildarfélög

Aðildarfélög ÖBÍ eru 41 talsins, þau eiga það öll sameiginlegt að vera hagsmunasamtök ólíkra fötlunarhópa og starfa á landsvísu …

Samningur SÞ um réttindi fatlaðs fólks

Samningurinn er leiðarljós í starfi ÖBÍ. Ísland undirritaði hann árið 2007, hann var fullgiltur 2015 og enn er beðið lögfestingar …

Sagan – vörðurnar

ÖBÍ var stofnað, þann 5. maí 1961. Síðan þá hafa þúsundir einstaklinga komið að baráttunni fyrir mannréttindum og viðurkenningunni á að við erum og verðum alls konar …

Ég mun hafa samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks að leiðarljósi í mínum störfum (...) Samninginn þurfum við að fá lögfestan til að hann veiti okkur þau réttindi og þann slagkraft sem þarf í mannréttindabaráttunni. Fátækt, útskúfun, mismunun eða misrétti á ekki að líðast.

Þuríður Harpa formaður ÖBÍ

Fyrirtæki

ÖBÍ er hreyfiafl breytinga og hefur stofnað eða verið einn stofnenda samfélagstengdra fyrirtækja á húsnæðissviði, endurhæfingarsviði og sviði atvinnu- og menntmála …

Málefnahópar

Sex málefnahópar eru starfandi innan ÖBÍ. Hlutverk þeirra er að leggja fram tillögur í hagsmunamálum í samræmi við ályktanir stefnuþings …

 

Hafa samband

Opnunartími

Skrifstofa ÖBÍ að Sigtúni 42 er opin mánudaga til föstudaga frá kl. 9:30 til 15:00.

Sími: 530 6700

Netfang: obi (@) obi.is