ÖBÍ réttindasamtök eru stefnumótandi í réttindamálum fatlaðs fólks og frumkvöðull innan málaflokksins. Hlutverk þeirra er að koma fram fyrir hönd fatlaðs fólks gagnvart opinberum aðilum í hverskyns hagsmunamálum. ÖBÍ samanstendur af 40 aðildarfélagi sem öll eiga það sameiginlegt að vera hagsmunasamtök ólíkra fötlunarhópa og starfa á landsvísu. Hvert og eitt er með sérþekkingu á sínu sviði og veitir margskonar fræðslu og stuðning. Samanlagður félagafjöldi þeirra er um 40.200 manns. Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks er leiðarljós í öllu starfi ÖBÍ.
ÖBÍ réttindasamtök
”Markmið ÖBÍ er að íslenskt þjóðfélag verði samfélag jöfnuðar og réttlætis þar sem allir einstaklingar, óháð líkamlegu og andlegu atgervi, njóti mannsæmandi lífskjara og jafnra möguleika til sjálfstæðs lífs og virkrar samfélagslegrar þátttöku ...
Úr lögum ÖBÍ
”Ég mun hafa samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks að leiðarljósi í mínum störfum (...) Samninginn þurfum við að fá lögfestan til að hann veiti okkur þau réttindi og þann slagkraft sem þarf í mannréttindabaráttunni. Fátækt, útskúfun, mismunun eða misrétti á ekki að líðast.
Þuríður Harpa formaður ÖBÍ
Hafa samband
Opnunartími
Skrifstofa ÖBÍ að Sigtúni 42 er opin mánudaga til föstudaga frá kl. 9:30 til 15:00.
Sími: 530 6700
Netfang: obi (@) obi.is
