Skip to main content

Skilmálar ÖBÍ

Þessi vefur obi.is nýtir sér vafrakökur (e. web cookies) til að bæta virkni hans og hjálpa stjórnendum vefsins að greina notkun hans.

Það er stefna ÖBÍ að nota vafrakökur með ábyrgum hætti. Allar persónuupplýsingar sem kunna að að verða til við notkun á kökum verða meðhöndlaðar og unnið með þær í samræmi við persónuverndarlög.

Vafrakökur

Hvað er vafrakaka?

Vafrakökur eru smáar textaskrár geymdar í þeim vafra sem þú notar hverju sinni og eru almennt notaðar til að fá vefsvæði til að virka eða til að starfa betur og skilvirkar. Vafrakökur geyma t.d kjörstillingar notanda, sjá til þess að hann þurfi ekki að skrá sig inn í hvert skipti sem hann heimsækir vefinn og afla upplýsinga um notkun vefsins til að auðvelda stjórnendum hans vefgreiningar með það að markmiði að bæta upplifun notenda hans.

Hvaða vafrakökur notar þessi vefur?

Þessi vefur notar eftirfarandi vafrakökur:

_gat, _gid, _ga

Vafrakökur sem notaðar eru af Google Analytics til að greina umferð um vefinn. Upplýsingarnar eru notaðar til að skoða hvaða vefhlutar eru notaðir meira en aðrir og bæta þjónustu vefsins við notendur hans.

phpsessid

Þessi vafrakaka er notuð þegar vefurinn er forritaður í php. Hún er notuð fyrir login á vefinn og er meðal annars til þess að notandinn þurfi ekki að skrá sig inn á milli síðna sem hann er að vinna í á vefnum.

Hvernig eyði ég vafrakökum?

Þú getur eytt öllum þeim vafrakökum (e. cookies) sem vafrinn þinn geymir.  Stillingar er að finna undir „Clear cache & cookies“

Persónuvernd þín skiptir ÖBÍ miklu máli. Þú stjórnar hverjum þú treystir fyrir upplýsingum um þig. Þú átt rétt á að vita hvaða upplýsingum er safnað um þig, hvers vegna það er gert, hvernig unnið er með þær, hvort þeim sé eytt eða þær varðveittar og þá hve lengi.

ÖBÍ meðhöndlar persónuupplýsingar í samræmi við lög nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.