Skip to main content

Húsnæðismál

Fatlað fólk á rétt á að velja sjálft hvar það býr og með hverjum ...

Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks

Hvert getur þú leitað?

Finna leiguhúsnæði

BRYNJA leigufélag er sjálfseignarstofnun sett á fót af ÖBÍ. Hlutverk Brynju er að eiga og reka íbúðir fyrir fatlað fólk. Kynntu þér framboð Brynju leigufélags og þína möguleika á brynjahus.is

Sveitarfélögin hafa lögbundna skyldu til að útvega fólki húsnæði sem þess þarfnast.

Nokkur félagasamtök fatlaðs fólks eiga húsnæði eða sambýli sem leigð eru út:

Fá húsnæðisbætur

Húsnæðisbætur

Ef þú leigir íbúðarhúsnæði átt þú rétt á húsnæðisbótum hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS)

Sérstakur húsnæðisstuðningur

Sveitarfélög landsins veita fólki á leigumarkaði fjárhagslegan stuðning til að greiða húsaleigu.

Fatlað fólk á rétt á sérstökum lánum vegna breytinga á eigin húsnæði hjá HMS

Upplýsingar á island.is

„Öll opinber þjónusta á einum stað“

Þjónustu – og upplýsingasíða stjórnsýslustofnana á Ísland er á island.is

“Viðunandi húsnæði og húsnæðisöryggi er ein af grunnþörfum hvers einstaklings og ein af undirstöðum velferðar.
Húsnæði er oftast stærsti útgjaldaliður heimila.”

Stefna ÖBÍ

ÖBÍ leggur áherslu á að kortleggja húsnæðisstöðu fatlaðs fólks í samfélaginu og gera tillögur að úrbótum í samræmi við áherslur ÖBÍ á hverjum tíma. Markmiðið er að allt fatlað fólk búi í öruggu húsnæði án íþyngjandi húsnæðiskostnaðar.

 

1. Þjónusta óháð búsetu 

Samræma þarf réttindi einstaklinga milli sveitarfélaga Mikilvægt er að þjónusta fylgi einstaklingnum og sé sambærileg milli sveitarfélaga. Lögheimili á ekki að vera ákvarðandi um réttindi (SRFF: 4., 5. og 19. gr.).

2. Fjölbreyttari húsnæðisúrræði

Kaup, leiga eða kaupleiga með fjölbreyttum lánamöguleikum, þurfa að vera valkostir sem gagnast lægstu tekjuhópunum. Óhagnaðardrifin leigufélög þurfa að höfða til stærri hópa samfélagsins. Það þarf að útrýma skömm vegna búsetu í húsnæði í eigu sveitarfélags eða óhagnaðardrifins leigufélags (SRFF 28.gr.)

3. Styrkjum breytingar húsnæðis í kjölfar fötlunar

Endurvekja þarf styrki til breytinga á húsnæði í kjölfar fötlunar, enda um gríðarlegt lífsgæðamál að ræða (SRFF: 4., og 9. gr.).

Fatlað fólk verður að eiga val um NPA eða aukna þjónustu heim. Vist ungs fólks á hjúkrunarheimili á að vera valkostur við aðra stuðningsþjónustu (SRFF: 4., og 19. gr.).

Í 28. grein samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (SRFF) er lögð áhersla á „rétt fatlaðs fólks og fjölskyldna þess til viðunandi lífskjara, þar á meðal viðunandi fæðis, klæða og húsnæðis“. Það felur meðal annars í sér að „tryggja fötluðu fólki aðgang að húsnæðiskerfi á vegum hins opinbera“. Einnig segir í ellefta heimsmarkmiði Sameinuðu þjóðanna að eigi síðar en árið 2030 geti allir orðið sér úti um fullnægjandi og öruggt húsnæði á viðráðanlegu verði.