Fatlað fólk verður að eiga val um NPA eða aukna þjónustu heim. Vist ungs fólks á hjúkrunarheimili á að vera valkostur við aðra stuðningsþjónustu (SRFF: 4., og 19. gr.).
BRYNJA leigufélag er sjálfseignarstofnun sett á fót af ÖBÍ. Hlutverk Brynju er að eiga og reka íbúðir fyrir fatlað fólk. Kynntu þér framboð Brynju leigufélags og þína möguleika á brynjahus.is
Sveitarfélögin hafa lögbundna skyldu til að útvega fólki húsnæði sem þess þarfnast.
- Listi yfir sveitarfélög landsins á vef Sambands íslenskra sveitarfélaga.
- Félagsbústaðir leigja út íbúðir í Reykjavík fyrir einstaklinga og fjölskyldur sem eru undir skilgreindum tekju- og eignamörkum. Hægt er að sækja um húsnæði hjá Velferðarsviði Reykjavíkurborgar.
Nokkur félagasamtök fatlaðs fólks eiga húsnæði eða sambýli sem leigð eru út:
- Ás styrktarfélag fyrir fólk með þroskahömlun
- Blindrafélagið fyrir fólk sem er blint eða sjónskert
- Geðverndarfélag Íslands fyrir fólk með geðsjúkdóma
- Samtök endurhæfðra mænuskaddaðra fyrir fólk í samtökunum SEM
- Skálatúnsheimilið fyrir fólk með þroskahömlun
- Sólheimar fyrir fólk með þroskahömlun