Skip to main content

Húsnæðismál

Fatlað fólk á rétt á að velja sjálft hvar það býr og með hverjum ...

Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks

Meira en þak yfir höfuðið

Viðunandi húsnæði og húsnæðisöryggi er ein af grunnþörfum hvers einstaklings og ein af undirstöðum velferðar. Húsnæði er oftast stærsti útgjaldaliður heimila.

Stefna ÖBÍ

ÖBÍ leggur áherslu á að kortleggja húsnæðisstöðu fatlaðs fólks í samfélaginu og gera tillögur að úrbótum í samræmi við áherslur ÖBÍ á hverjum tíma. Markmiðið er að allt fatlað fólk búi í öruggu húsnæði án íþyngjandi húsnæðiskostnaðar.

Þjónusta óháð búsetu

Samræma þarf réttindi einstaklinga milli sveitarfélaga Mikilvægt er að þjónusta fylgi einstaklingnum og sé sambærileg milli sveitarfélaga. Lögheimili á ekki að vera ákvarðandi um réttindi.

Tilvísun í samning Sþ um réttindi fatlaðs fólks, SRFF: 4., 5. og 19. gr.

Fjölbreyttari húsnæðisúrræði

Kaup, leiga eða kaupleiga með fjölbreyttum lánamöguleikum, þurfa að vera valkostir sem gagnast lægstu tekjuhópunum. Óhagnaðardrifin leigufélög þurfa að höfða til stærri hópa samfélagsins. Það þarf að útrýma skömm vegna búsetu í húsnæði í eigu sveitarfélags eða óhagnaðardrifins leigufélags.

Tilvísun í samning Sþ um réttindi fatlaðs fólks, SRFF: 28.gr.

Styrkjum breytingar húsnæðis í kjölfar fötlunar

Endurvekja þarf styrki til breytinga á húsnæði í kjölfar fötlunar, enda um gríðarlegt lífsgæðamál að ræða.

Tilvísun í samning Sþ um réttindi fatlaðs fólks, SRFF: 4., og 9. gr.

Fatlað fólk verður að eiga val um NPA eða aukna þjónustu heim. Vist ungs fólks á hjúkrunarheimili á að vera valkostur við aðra stuðningsþjónustu.

Tilvísun í samning Sþ um réttindi fatlaðs fólks, SRFF: 4., og 19. gr.

 

Hver er staðan í dag?

Staða fólks með lágar tekjur er erfið á húsnæðismarkaði í dag. Lítið er um félagslegt húsnæði og leiguverð hefur hækkkað mikið síðastliðin misseri. Húsnæðsverð hefur einnig hækkað mikið. Erfitt var fyrir fólk á örorkulífeyri að kaupa húsnæði og endurfjármagna þegar vextir voru lágir.

Staða fatlaðs fólks á húsnæðismarkaði er óljós þar sem engar opinberar upplýsingar eru til um þann hóp. Málefnahópur ÖBÍ um húsnæðismál hefur því unnið að því að afla gagna um stöðu fatlaðs fólk á húsnæðismarkaði. Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands framkvæmdi símakönnun sumarið 2022 og munu þær niðurstöður liggja fyrir haustið 2022.

Stefna hins opinbera

Samkvæmt stjórnvöldum er meginmarkmið opinberrar stefnu í húsnæðismálum að tryggja húsnæðisöryggi allra landsmanna. Í því felst m.a. að stuðla að því að á hverjum tíma sé hæfilegt framboð af hentugu húsnæði sem mætir ólíkum þörfum fólks, efnum og aðstæðum og að veita fjárhagslegan stuðning þeim sem þess þurfa með. Tekið af vef stjórnarráðsins

28. gr. Samnings Sþ um réttindi fatlaðs fólks

Í 28. gr samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (SRFF) er lögð áhersla á „rétt fatlaðs fólks og fjölskyldna þess til viðunandi lífskjara, þar á meðal viðunandi fæðis, klæða og húsnæðis“. Það felur meðal annars í sér að „tryggja fötluðu fólki aðgang að húsnæðiskerfi á vegum hins opinbera“. Einnig segir í 11 heimsmarkmiði Sameinuðu þjóðanna að eigi síðar en árið 2030 geti allir orðið sér úti um fullnægjandi og öruggt húsnæði á viðráðanlegu verði.

Húsnæðishópur ÖBÍ

Húsnæðishópurinn sinnir réttindabaráttu hvað varðar húsnæðismál fatlaðs fólks.  Hlutverk málefnahóps um húsnæðismál er að vekja athygli á stöðu fatlaðs fólks á húsnæðismarkaði og fá stjórnvöld til að bregðast við þeim áskorunum sem því fylgja á hverjum tíma fyrir sig.

Hvert getur þú leitað?

Brynja leigufélag

BRYNJA leigufélag er sjálfseignarstofnun sett á fót af ÖBÍ. Hlutverk Brynju er að eiga og reka íbúðir fyrir fatlað fólk. Kynntu þér framboð Brynju og þína möguleika hér.

Húsnæði á vegum sveitarfélaga

Húsnæðisbætur

Ef þú leigir íbúðarhúsnæði átt þú rétt á húsnæðisbótum. Fatlað fólk á rétt á sérstökum lánum vegna breytinga á eigin húsnæði hjá HMS. Hægt er að sækja um lánið hér

Húsnæði félagasamtaka

Nokkur félagasamtök fatlaðs fólks eiga húsnæði eða sambýli sem leigð eru út:

Tenglar á gagnlegt efni

Húsnæðismál á island.is

,,Allir þurfa þak yfir höfuðið. Fyrir hreyfihamlaða verða aðgengismál að vera í lagi og sumir þurfa að njóta þjónustu og aðstoðar inni á heimilum allan sólarhringinn.“ Sjá nánar á island.is