Skip to main content

Erlent samstarf

Talið er að 15% jarðarbúa eða einn milljarður teljist til fatlaðs fólks. Af þeim búa 80% í lág- og meðaltekjuríkjum. Á Íslandi er talið að fatlað fólk sé um 55 þúsund ... Samstarf skiptir máli!

Nordic Editor

Helstu samstarfsaðilar

European Anti Poverty Network (EAPN)

Markmið samtakanna EAPN er að berjast gegn fátækt og að vekja athygli á málefnum fátækra og stuðla að valdeflingu þeirra.

European Disability Forum (EDF)

Samstarfsvettvangur heildarsamtaka fatlaðs fólks í Evrópusambandslöndunum. Bæði er um að ræða fulltrúa öryrkjabandalaga aðildarlandanna og heildarsamtök frjálsra félagasamtaka fatlaðs fólks (NGO´s).

Handikapporganisationernas Nordiska Råd (HNR)

Samstarfsvettvangur norrænu öryrkjabandalaganna. Formenn og framkvæmdastjórar norrænu bandalaganna sitja í ráðinu. Ísland fór með formennsku í ráðinu 2019-2020. Fundir eru að jafnaði tvisvar á ári.

Rådet för nordiskt samarbete om funktionshinder (RNSF)

Ráðgefandi og stefnumarkandi ráð varðandi málefni fatlaðs fólks fyrir Norrænu ráðherranefndina og samstarfsaðila hennar. Í ráðinu sitja fulltrúar öryrkjabandalaga frá öllum Norðurlöndunum ásamt starfsfólki ráðuneyta. Þessum fundum er ætlað að upplýsa hvað ber hæst í hverju landi.


Framkvæmdaáætlun fyrir norrænt samstarf um málefni fatlaðs fólks 2018–2022

Norræna samstarfið er eitt umfangsmesta svæðasamstarf í heimi. Samstarfið byggist á legu landanna, sameiginlegri sögu þeirra og menningu. Að samstarfinu koma Danmörk, Finnland, Ísland, Noregur og Svíþjóð auk Álandseyja, Færeyja og Grænlands.

Norræna samstarfið er pólitískt, efnahagslegt og menningarlegt og lætur muna um sig í evrópsku og alþjóðlegu samstarfi. Löndin stuðla sameiginlega að öflugum Norðurlöndum í öflugri Evrópu.

Með norrænu samstarfi er hagsmuna svæðisins gætt og norræn gildi efld í hnattrænu samhengi. Sameiginleg gildi landanna styrkja stöðu Norðurlanda og skipa þeim meðal þeirra svæða í heiminum þar sem nýsköpun og samkeppnishæfni er mest.

Þessi framkvæmdaáætlun er stefnumótandi samstarfsskjal Norrænu ráðherranefndarinnar um málefni fatlaðs fólks. Hún nær til ráðherranefndarinnar í heild sinni og hefur þrjú áherslusvið:

Mannréttindi

Að styðja og efla starf um innleiðingu og eftirlit með samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks í löndunum.

Sjálfbær þróun

Að efla þátttöku allra með algildri hönnun mismunandi umhverfis, stuðla að jafnrétti og vinna gegn mismunun fatlaðs fólks á öllum sviðum norræns samfélags með stefnumótandi samþættingu fötlunarsjónarmiða í starfi að sjálfbærri þróun.

Frjáls för

Að stuðla að frjálsri för og afnema stjórnsýsluhindranir sem einkum bitna á fötluðu fólki.