Á skrifstofu ÖBÍ býðst fötluðu fólki og aðstandendum þeirra frí ráðgjöf félagsráðgjafa og lögfræðinga um réttindamál.
Ráðgjöf
”Fordómum er viðhaldið með endurtekinni (neikvæðri) orðræðu um fatlað fólk og sú orðræða erfist kynslóð fram af kynslóð með neikvæðu tungutaki og ímyndum.
Kristjana Jokumsen og Rannveig Traustadóttir, 2014
Einstaklingsráðgjöf
Ekki er um fasta viðtalstíma að ræða. Ráðgjafar okkar forgangsraða viðtölum og úthluta tímum ef ekki er hægt að leysa mál í gegnum síma eða tölvupóst. Athugið að viðtalstíma þarf að panta í síma 530-6700 eða með tölvupósti: mottaka@obi.is
Þegar brotið er á réttindum fatlaðs fólks og málið er fordæmisgefandi fyrir heildina eða stóra hópa fólks er kannað hvort lagt skuli í málaferli. Stjórn ÖBÍ tekur ákvörðun þar um. Sjá nánar hér.
Aðrir aðilar sem veita ráðgjöf
Réttindagæslumenn fatlaðs fólks skulu fylgjast með högum fatlaðs fólks á sínu svæði og vera því innan handar við réttindagæslu hvers konar. Hvort sem er vegna meðferðar einkafjármuna, þjónustu eða vegna persónulegra réttindi eða einkamála.
Sveitarfélögin bjóða upp á félagslega ráðgjöf og veita upplýsingar og leiðbeiningar um félagsleg réttindamál.