3. desember ár hvert
höldum við upp á alþjóðlegan dag fatlaðs fólks, með því að viðurkenna góð verk. Verk sem meðal annars vinna gegn fordómum og stuðla að þátttöku allra. Markmiðið er alltaf líf til jafns við aðra.
Hvatningarverðlaunin eru veitt þeim sem hafa með verkum sínum stuðlað að einu samfélagi fyrir alla og endurspegla nútímalegar áherslur um þátttöku, sjálfstæði og jafnrétti fatlaðs fólks.
Forseti Íslands er verndari verðlaunanna.
2022


Fulltrúar Ferðamálastofu þær Harpa Cilila og Áslaug Briem ásamt Elisu Reid forsetafrú. Mynd: Silja.
Ferðamálastofa hlaut
Hvatningarverðlaunin 2022 fyrir
„Gott aðgengi í ferðaþjónustu“
Tilnefningar 2022

Hvatningarverðlaun 2022
Sagan
Hvatningarverðlaunin voru fyrst veitt 3. desember 2007 í tíð þáverandi formanns ÖBÍ, Sigursteins R. Mássonar.
Þórunn Árnadóttir vöruhönnuður hannaði verðlaunagripinn og hafði hún samfélagið í huga. Fólkið er byggingaeiningar eða púsl verksins sem er gert úr fjölda skífa. Með verkinu vill Þórunn koma á framfæri að: „…við eigum að opna fyrir alla tengimöguleika, ekki vera svo þröngsýn að við gerum ráð fyrir því að allir séu eins og passi í sama farið. Þetta á við um allt aðgengi að þátttöku í samfélaginu, hvort sem við erum að tala um samgöngur, samskipti eða viðskipti …”
Nefnd Hvatningarverðlauna 2022 skipa:
Alvar Óskarsson – MS félagi Íslands
Fríða Rún Þórðardóttir – Astma og ofnæmisfélagi Íslands
Helga Magnúsdóttir – Sjálfsbjörg lsh.
Karl Friðriksson – stjórnarformaður Framtíðarseturs Íslands
Líney Rut Halldórsdóttir – framkvæmdarstjóri ÍSÍ
Vignir Ljósálfur Jónsson – HIV Íslandi
Þórir Ágúst Þorvarðarson
Starfsmaður: Kristín Margrét Bjarnadóttir