Skip to main content

Hvatningarverðlaun

3. desember

Ár hvert höldum við upp á alþjóðlegan dag fatlaðs fólks, 3. desember, með því að viðurkenna góð verk. Verk sem meðal annars vinna gegn fordómum og stuðla að þátttöku allra.

Markmiðið er alltaf líf til jafns við aðra.

Hvatningarverðlaunin eru veitt þeim sem hafa með verkum sínum stuðlað að einu samfélagi fyrir alla og endurspegla nútímalegar áherslur um þátttöku, sjálfstæði og jafnrétti fatlaðs fólks.

Forseti Íslands er verndari verðlaunanna.

2023

Bíó Paradís fékk Hvatningarverðlaun ÖBÍ 2023 fyrir frumkvæði að aðgengi fyrir alla með sérstöku tilliti til ólíkra hópa. Hrönn Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Bíó Paradís, tók við verðlaununum.

Auk Bíó Paradísar voru eftirfarandi tilnefnd og fengu þau öll viðurkenningarskjal afhent auk blómvandar:
» Gunnar Árnason fyrir gott fordæmi í þjónustu við fatlað fólk.
» Kolbrún Karlsdóttir fyrir Bergmál, líknar- og vinafélag – orlofsdvöl, skemmtun og samvera fyrir fatlað fólk.
» Þórunn Eva G. Pálsdóttir fyrir Mia Magic – stuðningur og fræðsla til langveikra barna og foreldra þeirra.

2022

Ferðamálastofa fyrir „Gott aðgengi í ferðaþjónustu“

2021

Haraldur Þorleifsson fyrir verkefnið Römpum upp Reykjavík

Guðmundur Ingi Guðbrandsson,
Frá árinu 2007 hafa fjölmörg önnur fengið Hvatningarverðlaun ÖBÍ

Listi

yfir verðlaunahafa →

 

Um

Dómnefnd 2023

Aðalsteinn Leifsson
Alvar Óskarsson
Anna Karólína Vilhjálmsdóttir
Atli Þór Þorvaldsson
Helga Magnúsdóttir
Karen Kjartansdóttir
Katrín S Óladóttir

Tengiliður

Kristín Margrét Bjarnadóttir er starfsmaður Hvatningarverðlauna. Netfang: kristin (hjá) obi.is

Sagan

Hvatningarverðlaunin voru fyrst veitt 3. desember 2007 í tíð þáverandi formanns ÖBÍ, Sigursteins R. Mássonar.

Hönnun

Þórunn Árnadóttir vöruhönnuður hannaði verðlaunagripinn og hafði hún samfélagið í huga. Fólkið er byggingaeiningar eða púsl verksins sem er gert úr fjölda skífa.