Skip to main content

Aðildarfélög ÖBÍ

40

Fjöldi aðildarfélaga ÖBÍ

40.200

Félagar í aðildarafélögum ÖBÍ

ADHD samtökin

Samtökin vinna að því að börn og fullorðnir með athyglisbrest, ofvirkni og skyldar raskanir mæti skilningi í samfélaginu og fái þjónustu.

Alzheimersamtökin

Helstu baráttumál félagsins eru að efla umræðu og skilning stjórnvalda og almennings á þeirri sérstöðu sem heilabilunarsjúkdómar setja sjúka og aðstandendur þeirra í.

Astma- og ofnæmisfélag Íslands

Félagið leggur áherslu á fræðslu og þjónustu við félagsmenn sína, heldur fræðslufundi, gefur út fréttablöð og bæklinga.

Ás styrktarfélag

Félagið vinnur að ýmsum málefnum til hagsmuna fyrir þjónustuhóp sinn sem er fyrst og fremst fólk með þroskahömlun.

Blindrafélagið

Samtök blindra og sjónskertra á Íslandi.  Helsti tilgangur félagsins er að vinna að réttinda- og framfaramálum í þágu blindra og sjónskertra þannig að þeir njóti jafnréttis á við aðra í samfélaginu.

CCU samtökin

eru hagsmunasamtök einstaklinga með Crohn’s sjúkdóm (svæðisgarnabólgu) og Colitis Ulcerosa (sáraristilbólgu).

CP félagið

er hagsmunafélag einstaklinga með Cerebral Palsy (CP) og fjölskyldna þeirra. CP er notað yfir marga kvilla sem valda seinkun á hreyfiþroska og líkamsstellingu.

Diabetes Ísland – félag fólks með sykursýki

sér um fræðslu til fólks með sykursýki, stuðlar að vitundarvakningu meðal almennings og ráðamanna og vinnur að forvörnum.

Einhverfusamtökin

eru vettvangur fólks á einhverfurófi, með það að markmiði að auka sýnileika og þátttöku einhverfra í samfélaginu.

Tengill á endo.is

Endósamtökin

veita fólki með endómetríósu stuðning, uppfræða samfélagið um sjúkdóminn og stuðla að auknum skilningi og bættri heilbrigðisþjónustu.

Félag heyrnarlausra

gætir menningar, hagsmuna og réttinda döff fólks sem notar íslenskt táknmál í daglegu lífi og styður þá sem þurfa í samskiptum við hið opinbera og fleiri aðila.

Félag lesblindra á Íslandi

Tilgangur félagsins er að vinna að hvers konar menningar- og hagsmunamálum lesblindra. Lesblinda er samnefnari fyrir les-, skrif- og reikniblindu.

Fjóla

Félag fólks með samþætta sjón- og heyrnarskerðinguvinnur að hagsmuna- og menningarmálum fólks með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu.

Foreldra- og styrktarfélag heyrnardaufra

vinnur að hagsmunamálum heyrnarlausra og heyrnarskertra barna og ungmenna, og leggur höfuðáherslu á allt sem snertir menntun og skólagöngu.

Geðverndarfélag Íslands

Geðverndarfélag Íslands er félag fagfólks, geðlækna, geðhjúkrunarfræðinga, félagsráðgjafa, presta og annarra sem láta sig geðheilbrigði varða.

Gigtarfélag Íslands

Markmið félagsins er að auka lífsgæði fólks með gigtarsjúkdóma og annan stoðkerfisvanda. Deildir eru starfræktar víða um land.

Heilaheill

Félagið hefur það að markmiði að vekja almenning til vitundar um áhættuþætti er leiða til slags (heilablóðfalls) og fækka áföllum.

Heyrnarhjálp

gætir hagsmuna heyrnaskertra, eflir skilning á þeirra stöðu og vinnur að forvörnum.

HIV Ísland

Tilgangur samtakanna er að auka þekkingu og skilning á HIV,  styðja smitaða og aðstandendur þeirra.

Hjartaheill

Samtökin standa vörð um hagsmuni og réttindi hjartasjúklinga, stuðla að betri heilsu með áherslu á framfarir í forvörnum, fræðslu og meðferð hjartasjúkdóma.

LAUF – félag flogaveikra

Markmið félagsins er að fræða almenning og auka skilning á flogaveiki og áhrifum hennar á daglegt líf til að draga úr hræðslu og fordómum.

Lungnasamtökin

Markmið samtakanna er að vinna að velferðar- og hagsmunamálum lungnasjúklinga.

Málbjörg heimasíða

Málbjörg – félag um stam

Félagið er hugsað fyrir þá sem stama og auka þekkingu. Félagið stendur vörð um hagsmuni þeirra gagnvart yfirvöldum, skólum og atvinnulífi.

Málefli

vinnur að málefnum barna og unglinga með tal- og málþroskaröskun og vekur athygli á nauðsynlegri þjónustu við þau.

ME félag Íslands

vinnur að velferð þeirra sem haldnir eru ME sjúkdómnum, sem er skammstöfun á Myalgic (vöðvaverkir) Encephalomyelitis (bólgur í heila og mænu). Síþreyta er eitt af einkennum sjúkdómsins.

MG félag Íslands

þjónustar fólk með vöðvaslensfár (Myasthenia Gravis) og aðstandendur þeirra. Megintilgangurinn er að rjúfa hugsanlega einangrun sjúklinga og miðla fræðsluefni.

MND á Íslandi

vinnur að velferð þeirra sem haldnir eru MND hreyfitaugahrörnun, eða öðrum vöðva- og taugasjúkdómum. MND (Motor Neurone Disease) er einnig þekkt sem ALS eða Lou Gehrig.

MS-félag Íslands

er hagsmunafélag MS-sjúklinga og vinnur að velferð þeirra sem haldnir eru sjúkdómnum með því að stuðla að öflugri félags- og fræðslustarfsemi.

Ný rödd heimasíða

Ný rödd

er stuðningsfélag þeirra sem misst hafa raddbönd og barkakýli vegna krabbameins og aðstandenda þeirra.

Nýrnafélagið

gætir hagsmuna nýrnasjúklinga og aðstandenda þeirra og starfar fjölskylduráðgjafi á vegum félagsins.

Parkinsonsamtökin

standa vörð um hagsmuni fólks með parkinson og skylda sjúkdóma og reka þjálfunar-, fræðslu- og þjónustumiðstöð.

SEM – samtök endurhæfðra mænuskaddaðra

Markmið samtakanna er að efla samhjálp mænuskaddaðra, vinna að auknum réttindum þeirra og bættri aðstöðu í þjóðfélaginu.

SÍBS

Innan SÍBS eru aðildarfélög einstaklinga með berkla-, hjarta- og lungnasjúkdóma, astma og ofnæmi, svefnháðar öndunartruflanir og aðra langvinna, lífsstílstengda sjúkdóma.

Sjálfsbjörg lsh.

Félagið vinnur að fullkominni þátttöku og jafnrétti hreyfihamlaðs fólks og gætir réttinda og hagsmuna þess, sérstaklega hvað varðar aðgengi.

SPOEX

Samtök fólks með psoriasis í húð og liðum og exem. Markmið félagsins er að fræða, sýna stuðning og auka þekkingu samfélagsins á psoriasis og exemi.

Stómasamtök Íslands

stuðla að velferð fólks sem gengist hefur undir stómaaðgerð, ristilstóma (colostomy), garnastóma (ileostomy), þvagstóma (urostomy) og garnapoka- eða nýblöðruaðgerð.

Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra

Markmið félagsins er að stuðla að velferð fólks með fötlun, einkum barna. Félagið sér um rekstur sjúkra- og iðjuþjálfunar fyrir börn og ungmenni (Æfingastöðin) og Reykjadal, sem er sumar- og helgardvalarstaður fyrir fötluð börn.

SUM

Samtök um áhrif umhverfis á heilsu.  Félagar í SUM eiga það sameiginlegt að hafa orðið fyrir heilsutjóni af völdum umhverfisáreitis eða þeir eiga aðstandendur sem lent hafa í slíku.

Tourette samtökin á Íslandi

Samtökin leggja áherslu á að fræða fólk um Tourette til að vinna gegn vanþekkingu og fordómum. Tourette er taugasjúkdómur sem oft er mistúlkaður vegna einkennanna sem honum fylgja.

Vífill

Félag einstaklinga með kæfisvefn og aðrar svefnháðar öndunartruflanir. Félagið vinnur að fyrirgreiðslum um útvegun lækningatækja.