ÖBÍ leggur árlega fjölmörgum samtökum, verkefnum og einstaklingum lið með fjárframlagi. Bandalagið styður þannig rannsóknir, réttindabaráttu, framfarir á málefnasviðinu, nám og velferð fatlaðs fólks.
Styrkir ÖBÍ
Námsstyrkir
ÖBÍ réttindasamtök veita fötluðu fólki námsstyrki að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Einnig er heimilt að styrkja þá sem vilja sérhæfa sig til starfa í þágu fólks með þroskahömlun.
Sjá nánar um námsstyrki
Verkefnastyrkir
ÖBÍ úthlutar styrkjum til aðildarfélaga sinna og þess utan úthlutar bandalagið árlega sérstökum styrkjum til ýmissa hagnýtra verkefna sem tengjast hagsmunum fatlaðs fólks í samræmi við málefni, markmið og stefnu ÖBÍ.
Sjá nánar um verkefnastyrki ÖBÍ
Styrkir til rannsókna
Styrkir úr sjóði Odds Ólafssonar frumkvöðls að bættum hag fatlaðs fólks eru veittir til ýmiss konar rannsóknarverkefna og forvarna. Auglýst er eftir umsóknum um styrk úr sjóðnum í byrjun hvers árs og úthlutað í maí.
Sjá nánar: Sjóður Odds Ólafssonar