Skip to main content

Notendaráð

Hvað er notendaráð?

Notendaráð eru nefndir sem skipaðar eru bæði fulltrúum fatlaðs fólks og fulltrúum sveitarfélaga, oftast sveitarstjórnarfólki. Starfsfólk sveitarfélaga sinnir svo gjarnan stuðningshlutverki við notendaráðið. →

Listi yfir notendaráð

Mikil áhersla er lögð á það af hálfu ÖBÍ á að endurspegla sem fjölbreyttastan hóp fatlaðs fólks í hverju notendaráði og að tilnefna fulltrúa í ráðin sem sjálfir er notendur að stoð- og stuðningsþjónustu sveitarfélaga. Sjá lista … →

Seta í notendaráði

Notendaráð eru nefndir sem skipaðar eru bæði fulltrúum fatlaðs fólks og fulltrúum sveitarfélaga, oftast sveitarstjórnarfólki. Starfsfólk sveitarfélaga sinnir svo gjarnan stuðningshlutverki við notendaráðið … 

Lögbundin skylda

Notendaráð um málefni fatlaðs fólk er lögbundin skylda að starfrækja í öllum sveitarfélögum.

Nokkur sveitarfélög hafa nú þegar góða reynslu af notendaráðum sem skilar sér í vandaðri ákvörðunum og árangursríkari nýtingu á fjármagni, auk þess sem samfélög sem viðhafa samráð verða betri staðir til að búa á fyrir alla.

Fræðsla fyrir notendaráð

Öllum fulltrúum ÖBÍ býðst að vera í samráðshópi sem hittist á fjarfundum á u.þ.b. sex vikna fresti.

Á fundunum er fræðsla og kynning á fjölmörgum málefnum sem tengjast réttindabaráttu fatlaðs fólks og annars sem heyrir undir notendaráð. Auk þess gefst á fundunum tækifæri til þess að hafa opið og gagnvirt samtal á milli fulltrúa vítt og breitt um landið sem deila þannig reynslu sinni og þekkingu sín á milli.

Hvað þýðir samráð?

Samráð þýðir að talað er við fatlað fólk þegar teknar eru ákvarðanir sem snerta líf þess. Fatlað fólk á rétt á að hafa áhrif á allar ákvarðanir sem snerta líf þess – en til þess að það geti gerst þarf samtal … 

Viltu sitja í notendaráði?

Hefur þú áhuga á að sitja í notendaráði í þínu sveitarfélagi? Sendu okkur tölvupóst á notendarad@obi.is 

tölvupóstfang sem opnast í nýjum tölvupósti

Hafðu samband

Hjá ÖBÍ sinna Rúnar Björn Herrera Þorkelsson og Katrín Oddsdóttir málefnum notendaráða. Vinsamlega sendið fyrirspurnir á notendarad@obi.is

Það skiptir alla borgara landsins máli að hlustað sé á fólkið í nærumhverfinu og sérstaklega á fólkið sem eru notendur félagsþjónustu ...

Rúnar Björn Herrera og Katrín Oddsdóttir (2022)