Skip to main content

Skýrslur og rannsóknir

2023

Tengill á skýrsluna Staða fatlaðs fólks á Íslandi

Staða fatlaðs fólks á Íslandi

Niðurstöður spurningakönnunar meðal fólks með örorkumat, endurhæfingarlífeyri eða örorkustyrk sem Varða,  rannsóknastofnun vinnumarkaðarins, vann í samstarfi við ÖBÍ réttindasamtök og TR. Könnunin var nafnlaus og aðeins send til þeirra sem samþykktu þátttöku.  Niðurstöðurnar sýna að stór hluti fatlaðs fólks á Íslandi býr við sárafátækt og lífsskilyrði lífeyristaka eru töluvert verri en launafólks. Staða einhleypra foreldra er sérstaklega alvarleg.

Tengill á skýrsluna

Húsnæðismál fatlaðs fólks

Skýrsla ÖBÍ réttindasamtaka um húsnæðismál fatlaðs fólks. Niðurstöður rannsóknar sem gerð var á húsnæðismálum fólks með 75% örorkumat leiddu í ljós að miklum mun fleiri öryrkjar eru á leigumarkaði en aðrir fullorðnir. Mun færri öryrkjar eiga fasteign og þeir öryrkjar sem eiga fasteign eignuðust hana almennt áður en þeir urðu öryrkjar.

2022

Tengill á skýrsluna

Rannsókn á húsnæðismálum fatlaðs fólks

Skýrslan var gefin út í nóvember 2022. Markmið rannsóknarinnar var að kortleggja húsnæðismál fatlaðs fólks og búsetukosti.
Ásdís Aðalbjörg Arnalds og Sindri Baldur Sævarsson hjá Félagsvísindastofnun unnu skýrsluna fyrir ÖBÍ réttindasamtök sem er hér í PDF útgáfu →

Ástand stoppistöðva á landsvísu

Strætisvagnar á landsbyggðinni. Skýrsla sem VSÓ Ráðgjöf vann fyrir ÖBÍ réttindasamtök, gefin út í október 2022. Auk þessarar skýrslu var sett upp vefsjá  þar sem hægt er að sjá staðsetningu stoppistöðva sem teknar voru út og aðgengi að þeim.  →

Lásar gera bara gagn ef þeir eru læstir

Rannsókn um skerðingar og kjaragliðnun lífeyris almannatrygginga. 2. útgáfa í maí, 2022. Uppfærð tölfræðigögn. Skýrslan kom fyrst út árið 2020. Kolbeinn H. Stefánsson, félagsfræðingur og dósent við félagsráðgjafadeild Háskóla Íslands vann skýrsluna fyrir ÖBÍ sem er hér í PDF útgáfu

Íslenska skuggaskýrslan fyrir kvennasáttmálann

Mannréttindaskrifstofa Íslands, Kvenréttindafélag Íslands, Öfgar, UN Women á Íslandi og Öryrkjabandalag Íslands skiluðu sameiginlegri skuggaskýrslu til nefndar sem starfar á grundvelli samnings Sameinuðu þjóðanna um afnám allrar mismununar gagnvart konum (Kvennasáttmálans). →

Icelandic shadow report for CEDAW

This report lists the concerns of the Icelandic Human Rights Centre, the Icelandic Women’s Rights Association, UN Women Iceland, the Icelandic Disability Alliance and Öfgar – a non-profit organisation against gender based violence (hereinafter referred to as “the coalition”) with the Icelandic government’s gender equality legislation, policy, and funding, as well as our recommendations. →

2021