Skip to main content

Heilbrigðismál

Fatlað fólk hefur sama rétt og aðrir á heilbrigðisþjónustu. Greining og inngrip skal hefjast eins fljótt og kostur er til að koma í veg fyrir frekari skerðingar.

Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks

Áherslur

1

Lækkun greiðsluþátttöku

Greiðsluþök eru enn of há í greiðslu þátttökukerfi lyfja og heilbrigðisþjónustu. Upphafskostnaður er mörgum um megn. Of mikið af lyfjum og þjónustu er enn utan kerfa.
2

Embætti umboðsmanns sjúklinga

Stofnað verði sérstakt embætti umboðsmanns sjúklinga sem hefur það hlutverk að standa vörð um hagsmuni og réttindi sjúklinga, vera opinber talsmaður þeirra og sinna eftirliti með heilbrigðisþjónustu með tilliti til réttinda sjúklinga og fatlaðs fólks.
3

Niðurgreidd sálfræðiþjónusta

Sálfélagslegan stuðning hefur sárlega vantað í heilbrigðisþjónustu og endurhæfingu. Tryggja þarf greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga Íslands á sálfræðiþjónustu eins og skylt er samkvæmt lögum.
4

Hjálpartæki

Aðgengi að hjálpartækjum verður að miðast við þarfir og óskir fatlaðs fólks, með virkni og sjálfstætt líf að markmiði.

Gott að vita

„Sjúkratryggingar greiða hluta af kostnaði eða allan kostnað þeirra sem eru sjúkratryggðir vegna heilbrigðisþjónustu“  →

island.is

Allt um heilbrigðismál „Sjúkratryggingar, sjúkradagpeningar, lyfjamál, lækningaleyfi, landlæknir og fleira“ á vef stjórnvalda island.is →

Upplýsingar á island.is um greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga (SÍ) vegna sálfræðiþjónustu

obi.is

Um heilbrigðishóp ÖBÍ réttindasamtaka →

Skattar

Hægt er að óska lækkun tekjuskatts- og útsvarsstofni hjá Skattinum vegna íþyngjandi kostnaðar vegna lyfja og læknishjálpar, veikinda og slysa →

Rétturinn til heilsu

Rétturinn til heilsu felur í sér frelsi hvers og eins til að ráða yfir eigin líkama og taka ákvörðun um viðeigandi meðferð.

Nýjast um heilbrigðismál