Gæða og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar ákvað um mitt ár 2020 að framkvæma könnun á vefsíðum nokkurra sveitarfélaga, í kjölfar ábendinga um að upplýsingar um réttindi og þjónustu við fatlað fólk á vefsíðum þeirra væri ábótavant. Kveðið er á um frumkvæðisskyldu sveitarfélaga í 32. gr. laga nr. 38/2018 um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Gott aðgengi að upplýsingum um rétt fatlaðra til þjónustu er afar mikilvægur þáttur.