UNNDÍS
UNNDÍS (e. UNDIS) er stefna sem Sameinuðu þjóðirnar (SÞ) og undirstofnanir þeirra hafa innleitt til þess að stuðla að fjölgun fatlaðs starfsfólks. Stefnan bætir aðgengi fatlaðs fólks að stofnunum SÞ og eykur viðeigandi aðlögun. Stefnan staðfestir skuldbindingu SÞ um að tryggja mannréttindi fatlaðs fólks sem óafsalanlegan þátt og gildir fyrir allt stofnanakerfi SÞ. Markmiðið er að ná fullu jafnrétti og auka inngildingu innan stofnana SÞ.
Stefnan felur í sér tvenns konar ábyrgð fyrir vinnustaði:
Annars vegar ábyrgð á 15 sameiginlegum vísum eins og forystu, stefnumótun og stjórnun, og hins vegar ábyrgð á viðeigandi aðlögun.
Stefnan samþættir þannig réttindi fatlaðs fólks innan allrar starfsemi SÞ og stuðlar að auknu trausti til stofnana SÞ. Með innleiðingu stefnunnar verða vinnurstaðir styðjandi umhverfi þar sem starfsfólk er metið að verðleikum, virðing er borin fyrir þeim, réttindi allra eru virt og starfsumhverfið öruggt.
Yfirlit yfir aðgerðaráætlun
Árangursvísar
Tenglar
Allt um UNNDÍSI á ensku. UNDIS – The United Nations Disability Inclusion Strategy. Stefna Sameinuðu þjóðanna um viðeigandi aðlögun fólks um skerta starfsgetu →
„UNNDÍS – Brú á milli atvinnurekenda og fólks með mismikla starfsgetu.“ Sjá nánar á upplýsingasíðu Félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins um UNNDÍSI →

Vinnumálastofnun veitir fyrirtækjum ráðgjöf, fræðslu og eftirfylgd svo að hægt sé að fjölga hlutastörfum á vinnumarkaði. →