Dregið verði verulega úr tekjutengingum
Mikilvægt er að dregið verði verulega úr hvers konar tekjutengingum þannig að örorkulífeyristakar njóti þeirra tekna sem þeir afla sér með hækkun frítekjumarka.
Þá er ekki síður mikilvægt að tekjuskerðingar frá fyrstu krónu verði teknar út, en greiðsluflokkurinn „framfærsluuppbót“ skerðist enn um 65% vegna annarra tekna frá fyrstu krónu. Samhliða þarf að draga úr keðjuverkandi skerðingum á milli framfærslu- og stuðningskerfa.
Skerðingar vegna tekna eru gríðarlegar og með þeim hætti að öryrkjum er illmögulegt að bæta kjör sín.