Skip to main content

Dómsmál

Þegar ÖBÍ tekur ákvörðun um að höfða mál fyrir dómstólum þá er tekið mið af því að málið hafi fordæmisgildi.
Alls eru 15 dómsmál í gangi á vegum ÖBÍ réttindasamtaka haustið 2023. Málin eru á mismunandi stað í dómskerfinu:

1

Króna fyrir krónu

Hæstiréttur • Dómur 25. október 2023 í máli nr. 9/2023 gegn TR var ekki ÖBÍ í vil. Næstu skref eru óákveðin.
2

Barnalífeyrir í tekjuskoðun lífeyrissjóða

Landsréttur
3

Gjaldtaka fyrir CPAP öndunarvélar

Landsréttur
4

Leiðrétting búsetuskerðinga (10 ár og dráttarvextir)

Héraðsdómur
5

Mygla í Félagsbústöðum

Héraðsdómur
6

Gjaldtaka vegna fæðiskostnaðar starfsmanna

Héraðsdómur
7

Mál sem ÖBÍ styður er í bið

Mannréttindadómstóll Evrópu

8 dómsmál eru í undirbúningi

Til viðbótar við stóru málin eru fjölmörg „minni“ mál. Þau eru ekki minna merkileg en minni lögmannsvinna fer í þau. Lögfræðingar skrifstofu ÖBÍ sinna jafnframt mörgum málum er varða:

  • stjórnvaldskærur til ráðuneyta,
  • kærur til úrskurðarnefnda,
  • kvartanir til umboðsmanns Alþingis,
  • minnisblöð og erindi til stjórnvalda

Málin eru öll fordæmisgefandi og hafa þýðingu fyrir mörg hundruð eða mörg þúsund manns. Hagsmunir málanna í krónum talið hlaupa á hundruðum milljóna eða nokkrum milljörðum króna hverju sinni (í þeim málum þar sem tekist er á um réttindi sem skila sér í beinum fjárgreiðslum fyrir skjólstæðinga ÖBÍ).

Sigur í einu dómsmáli hefur þannig mikil fjárhagsleg áhrif og/eða önnur jákvæð áhrif á fjölda fólks.

Sem dæmi um bein áhrif dómsmálanna má nefna tvö mál sem lauk í Hæstarétti vorið 2022, annars vegar um búsetuskerðingar á sérstakri framfærsluuppbót og hins vegar um NPA. Það segir sína sögu að öll þau mál sem ÖBÍ hefur farið með fyrir dómstóla hafa endað fyrir Hæstarétti Íslands, en það er alls ekki sjálfgefið.

Eftir dómstólabreytinguna 2018 (tilkoma Landsréttar sem millidómstigs) fara einungis stór og mikilvæg mál til Hæstaréttar. Það er því ljóst að þau mál sem ÖBÍ hefur valið að láta reyna á teljast öll meðal „stærstu“ og mikilvægustu mála sem eru í gangi í íslenska dómskerfinu. Fjöldi málanna skýrist m.a. af því að dómsmál geta tekið langan tíma, elstu málin sem enn eru í rekstri fyrir dómstólum eru frá árinu 2019. Daníel Isebarn, lögmaður ÖBÍ, hefur haldið utan um málarekstur bandalagsins fyrir dómstólum.

Nánar um dómsmálin