Skip to main content
DómsmálFréttTR

Landsréttur hafnar frávísun í krónu á móti krónu máli

By 9. nóvember 2021ágúst 31st, 2022No Comments
Landsréttur felldi í dag þann úrskurð að frávísun Héraðsdóms Reykjavíkur á máli Öryrkjabandalagsins og einstaklings gegn Tryggingastofnun ríkisins, um að skerðing sú sem í daglegu tali er nefnd króna á móti krónu, sé andstæð stjórnarskrá.

Málið var upphaflega höfðað með stefnu útgefinni í október 2019. Ríkislögmaður, fyrir hönd TR, krafðist frávísunar, og í kjölfarið var málinu frestað að beiðni hans aftur og aftur. Héraðsdómur kvað upp úrskurð um frávísun þriðja nóvember 2020, þar sem frávísunarkröfu var hafnað. Málið gekk því til efnismeðferðar. Héraðsdómur kvað svo upp úrskurð og dóm 24. júní 2021, þar sem meginkröfum ÖBÍ var vísað frá dómi, og efnisdómur, hliðhollur ríki, var felldur um varakröfur.

Sá úrskurður var í kjölfarið kærður til Landsréttar, sem nú hefur kveðið upp úrskurð, og vísað málinu aftur til héraðsdóms, til efnislegrar meðferðar.

Rök dómstólsins voru meðal annars þau að þær kröfur sem hafðar eru uppi í málinu, hafi ekki verið dómtækar, samkvæmt aðalkröfum beggja sóknaraðila hafi dómstólum verið ætlað að taka ákvörðun um málefni sem heyri undir löggjafarvaldið samkvæmt ákvæðum stjórnarskrárinnar um fjárstjórnarvald löggjafans. Gangi slíkt í berhögg við 2. grein stjórnarskrárinna. Dómstólar geti þannig ekki fært sóknaraðilum rétt, sem ekki sé stoð fyrir í settum lögum og sé jafnvel í andstöðu við vilja löggjafans.

Landsréttur færir veigamikil rök fyrir því, að ekki aðeins hafi dómstólnum verið óheimilt að visa málinu frá, eftir að hafa áður hafnað kröfu þess efnis, heldur færir rök fyrir því efnislega hvers vegna leggja beri efnisdóm á kröfur sóknaraðila.

Dómurinn leggur því fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur að taka málið fyrir til löglegrar meðferðar.

Úrskurðinn í heild má lesa hér.

 

 

.