Skip to main content

Fjölmiðlatorg

38.000

Fjöldi í aðildarsamtökum ÖBÍ

15

Hlutfall fatlaðs fólks af mannfjölda

ÖBÍ réttindasamtök

Samtökin eru heildarsamtök fatlaðs fólks og hafa þann megintilgang að berjast fyrir samfélagi jöfnuðar, byggt á þátttöku allra, að allir eigi rétt á sjálfstæðu lífi og njóti mannsæmandi kjara. 

Formaður og talsmaður

Þuríður Harpa Sigurðardóttir formaður ÖBÍ er talsmaður bandalagsins. Hún var kjörin til tveggja ára haustið 2017 og aftur 2019 og 2021.

Netfang: thuridur @ obi.is

Merki

Nýtt merki ÖBÍ og ásýnd var kynnt í september 2022. Meginlitur ÖBÍ er fjólublár og vísar í alþjóðlega baráttu fatlaðs fólks. Hér má hlaða niður merkið í mismunandi útgáfum.

Orðræða

Fyrir fatlaðan einstakling er lífið með fötlun normið. Það er jafn eðlilegt líf fyrir þann einstakling og líf einhvers sem er ófatlaður. Mismunandi líkamlegt eða andlegt atgervi er eðlilegur hluti af mannlegum margbreytileika …

Myndefni

Notkun á efninu gæti verið háð skilyrðum.

Lög og reglugerðir

Lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir

Markmið laga þessara er að fatlað fólk eigi kost á bestu þjónustu sem unnt er að veita á hverjum tíma til að koma til móts við sértækar stuðningsþarfir þess. Þjónustan skal miða að því að fatlað fólk fái nauðsynlegan stuðning til þess að það geti notið fullra mannréttinda til jafns við aðra og skapa því skilyrði til sjálfstæðs lífs á eigin forsendum. Við framkvæmd þjónustu við fatlað fólk skal virðing borin fyrir mannlegri reisn þess, sjálfræði og sjálfstæði.

Þjónusta samkvæmt lögum þessum skal miðast við einstaklingsbundnar þarfir og aðstæður viðkomandi, óskir og önnur atriði sem skipta máli, svo sem kyn, kynferði, aldur, þjóðernisuppruna, trúarbrögð o.fl.

Við framkvæmd laga þessara skal framfylgt þeim alþjóðlegu skuldbindingum sem íslensk stjórnvöld hafa gengist undir, einkum samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Þá skulu stjórnvöld tryggja að fatlað fólk, þ.m.t. hagsmunasamtök þess, hafi áhrif á stefnumörkun og ákvarðanir er varða málefni þess. Skal ákvarðanataka byggjast á viðeigandi aðlögun þar sem aðgerða er þörf svo að fatlað fólk fái notið réttinda sinna. Þegar fötluð börn og fjölskyldur þeirra eiga í hlut skal einnig framfylgja barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna lögum samkvæmt.

Sjá nánar á althingi.is

Lög um greiðslur til foreldra langveikra eða fatlaðra barna

Markmið laga þessara er að tryggja foreldrum langveikra eða alvarlega fatlaðra barna fjárhagsaðstoð þegar þeir geta hvorki stundað vinnu né nám vegna sérstakrar umönnunar barna sinna, þar á meðal vegna þeirra bráðaaðstæðna sem upp koma þegar börn þeirra greinast með alvarlega og langvinna sjúkdóma eða alvarlega fötlun, enda verður vistunarþjónustu á vegum opinberra aðila ekki við komið …

Sjá nánar á althingi.is

Lög um réttindagæslu fyrir fatlað fólk

Markmið laga þessara er að tryggja fötluðu fólki viðeigandi stuðning við gæslu réttinda sinna og tryggja að sjálfsákvörðunarréttur fatlaðs fólks sé virtur og fyllsta réttaröryggis gætt þegar brýna nauðsyn ber til að grípa inn í líf þess …

Sjá nánar á althingi.is

Lög um almannatryggingar

Markmið laga þessara er að tryggja þeim sem lögin taka til og þess þurfa bætur og aðrar greiðslur vegna elli, örorku og framfærslu barna, eftir því sem nánar er kveðið á um í lögum þessum.
Með bótum og greiðslum skv. 1. mgr., ásamt þjónustu og aðstoð sem kveðið er á um í öðrum lögum, skal stuðlað að því að þeir sem lögin taka til geti framfleytt sér og lifað sjálfstæðu lífi …

Sjá nánar á althingi.is

Lög um félagsþjónustu sveitarfélaga

Markmið félagsþjónustu á vegum sveitarfélaga er að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi og stuðla að velferð íbúa á grundvelli samhjálpar. Skal það gert með því
a. að bæta lífskjör þeirra sem standa höllum fæti,
b. að tryggja þroskavænleg uppeldisskilyrði barna og ungmenna,
c. að veita aðstoð til þess að íbúar geti búið sem lengst í heimahúsum, stundað atvinnu og [búið við sem mest lífsgæði], 1)
d. að grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir félagsleg vandamál.

Sjá nánar á althingi.is

Reglugerð um NPA

Markmið reglugerðar þessarar er að stuðla að og tryggja sjálfstætt líf fatlaðs fólks og lýsa grunnþáttum NPA, þ.e. skipulagi og útfærslu, hlutverki og ábyrgð sem og eftirfylgni og kostnaðarhlutdeild aðila …

Sjá nánar á island.is