Skip to main content

Börn og ungt fólk

Fötluð börn skulu njóta sömu réttinda og grundvallarfrelsis og önnur börn. Hagsmunir þeirra skulu ávallt hafðir að leiðarljósi og vilji þeirra virtur.

Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks

Réttindi barna tryggð

Stefna ÖBÍ

ÖBÍ leggur áherslu á að réttindi barna séu tryggð og að gætt sé sérstaklega að því að hagur barnsins sé í fyrirrúmi þegar tekin er ákvörðun um úrræði þeim til handa. Börn eiga að hafa eitthvað um sín mál að segja og því er mikilvægt að hlustað sé á raddir þeirra þegar kemur að ákvarðanatöku er varðar framtíð þeirra og velferð.

Veitum börnum nauðsynlega þjónustu

Börn verða að fá nauðsynlega þjónustu og þann stuðning sem þau þurfa. Of löng bið er eftir greiningum sem eru forsenda fyrir þjónustu.

Tilvísun í samning Sþ um réttindi fatlaðs fólks, SRFF: 7., og 25. gr.

Gerum geðheilsu barna og ungmenna að forgangsmáli

Stórefla þarf alla sálfræðiþjónustu fyrir börn og ungmenni, jafnt hjá heilsugæslunni sem og í skólum og öðrum aðilum. Aðgengi að sálfræðiþjónustu getur verið mikil forvörn.

Tilvísun í samning Sþ um réttindi fatlaðs fólks, SRFF: 7., 25. og 26. gr.

Jöfn tækifæri

Öll börn, óháð fötlun, eiga að hafa jöfn tækifæri til menntunar, tómstunda- og íþróttaiðkunar auk þess að hafa gott aðgengi að heilbrigðisþjónustu.

Samþættingu þjónustu við börn er að mörgu leyti enn ábótavant, ekki síst þegar hún liggur þvert á kerfi. Helstu baráttumál snúa að réttindum barna í heilbrigðis-og menntakerfinu en þar skortir verulega á fullnægjandi þjónustu við börn með fatlanir.

7. gr. Samnings Sameinuðu þjóðanna um fatlað fólk

Greinin fjallar um börn:

1.   Aðildarríkin skulu gera allar nauðsynlegar ráðstafanir til þess að tryggja að fötluð börn fái notið allra mannréttinda og grundvallarfrelsis til fulls og jafns við önnur börn.

2.   Í öllum aðgerðum, sem snerta fötluð börn, skal fyrst og fremst hafa það að leiðarljósi sem er viðkomandi barni fyrir bestu.

3.   Aðildarríkin skulu tryggja fötluðum börnum rétt til þess að láta skoðanir sínar óhindrað í ljós um öll málefni er þau varða, jafnframt því að sjónarmiðum þeirra sé gefið tilhlýðilegt vægi í samræmi við aldur þeirra og þroska og til jafns við önnur börn og veita þeim aðstoð þar sem tekið er viðeigandi tillit til fötlunar þeirra og aldurs til þess að sá réttur megi verða að veruleika.

Sjá nánar 

Barnamálahópur ÖBÍ

Tilgangur hópsins er að beina sjónum að þjónustu við fötluð börn. Einnig hefur barnamálahópurinn nýst sem stuðningur við aðildafélög innan ÖBÍ.

Sjá nánar um málefnahópinn og starfsemi hans

Menntun fyrir alla