Skip to main content

Börn og ungt fólk

„Fötluð börn skulu njóta sömu réttinda og grundvallarfrelsis og önnur börn. Hagsmunir þeirra skulu ávallt hafðir að leiðarljósi og vilji þeirra virtur.“

Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks

Áherslur

1

Veitum börnum nauðsynlega þjónustu

Börn verða að fá nauðsynlega þjónustu og þann stuðning sem þau þurfa. Of löng bið er eftir greiningum sem eru forsenda fyrir þjónustu.
2

Gerum geðheilsu barna og ungmenna að forgangsmáli

Stórefla þarf alla sálfræðiþjónustu fyrir börn og ungmenni, jafnt hjá heilsugæslunni sem og í skólum og öðrum aðilum. Aðgengi að sálfræðiþjónustu getur verið mikil forvörn.
3

Jöfn tækifæri

Öll börn, óháð fötlun, eiga að hafa jöfn tækifæri til menntunar, tómstunda- og íþróttaiðkunar auk þess að hafa gott aðgengi að heilbrigðisþjónustu.

Samþætting þjónustu við börn er að mörgu leyti enn ábótavant, ekki síst þegar hún liggur þvert á kerfi. Helstu baráttumál snúa að réttindum barna í heilbrigðis- og menntakerfinu en þar skortir verulega á fullnægjandi þjónustu við börn með fatlanir.

Gott að vita

Umönnunargreiðslur eru til að veita fjárhagslegan stuðning til framfærenda fatlaðra og/eða langveikra barna auk barna með þroskaraskanir. →
Foreldragreiðslur eru til að tryggja foreldrum fjárhagsaðstoð þegar þeir geta hvorki stundað vinnu né nám vegna veikinda eða fötlunar barna sinna. 

Bílastyrkur

Framfærendur hreyfihamlaðra barna geta sótt um uppbót/styrk til kaupa á bifreið. →

island.is

„Þjónusta við langveik börn“ á vef stjórnvalda  →

Geðhjálp

Upplýsingasíða Geðhjálpar um börn með geðraskanir …

TR

Hægt er að sækja um endurgreiðslu vegna mikils læknis, lyfja og þjálfunarkostnað  →

Skattar

Fólk sem hefur á framfæri sínu barn sem er fatlað eða haldið langvinnum sjúkdómi getur óskað eftir lækkun tekjuskatts- og útsvarsstofni hjá Skattinum →

Barnasáttmálinn. 23. „Fötluð börn eiga rétt á því að lifa við aðstæður sem gerir þeim kleift að lifa eins góðu lífi í samfélaginu og völ er á. Stjórnvöld eiga að fjarlægja hindranir svo öll börn geti orðið sjálfstæð og tekið þátt í samfélaginu með virkum hætti.“

obi.is

Um barnamálahóp ÖBÍ réttindasamtaka →

Nýjast um málefni barna