Bandalagið stofnaði eða var einn stofnenda eftirtalinna fyrirtækja og meginhluti stjórnarmanna eru fulltrúar ÖBÍ og aðildarfélaga þess. Samningar hafa verið gerðir við ráðuneyti um aðkomu að rekstri þeirra.
Fyrirtæki ÖBÍ
- BRYNJA, leigufélag ses., sími: 570 7800, Hátúni 10c, 105 Reykjavík.
Hlutverk sjóðsins er að eiga og reka íbúðir fyrir fatlað fólk. - Fjölmennt, símenntunar- og þekkingarmiðstöð ses., sími: 530 1300, Vínlandsleið 14, 113 Reykjavík.
Fjölmennt sinnir námskeiðahaldi fyrir fatlað fólk og veitir ráðgjöf um nám við aðrar menntastofnanir. - Hringsjá, náms- og starfsendurhæfing, sími: 510 9380, Hátúni 10d, 105 Reykjavík.
Hringsjá er fyrir 18 ára og eldri sem hafa verið frá vinnumarkaði eða námi eftir veikindi, slys, félagslega erfiðleika eða önnur áföll. Boðið er upp á námskeið og þriggja anna nám. - Íslensk getspá, sími 580 2500, Engjavegi 6, 104 Reykjavík.
ÖBÍ á 40% hlut í fyrirtækinu sem skilað hefur samtökunum öruggum tekjum á undanförnum áratugum og skipt sköpum í rekstri þeirra. - TMF Tölvumiðstöð, sími: 562 9494, Háaleitisbraut 13, 108 Reykjavík.
TMF Tölvumiðstöð sinnir ráðgjöf og námskeiðahaldi til einstaklinga og faghópa um tölvuforrit og sérhannaðan hugbúnað. - Örtækni, tæknivinnustofa – ræsting, sími: 552 6800, Hátúni 10c, 105 Reykjavík.
Örtækni veitir fötluðu fólki tímabundna starfsþjálfun og/eða vinnu til frambúðar.