Heima ❯ Um ÖBÍ ❯ Stefnur og lög
- Lög ÖBÍÍ samþykktum bandalagsins (lög ÖBÍ) er meðal annars fjallað um innra skipulag, starf, sem og réttindi og skyldur aðildarfélaga.
- Siðareglur ÖBÍ
Markmið siðareglna ÖBÍ er að skilgreina það viðmót í samskiptum sem okkur, fulltrúum ÖBÍ, ber að sýna við störf okkar á vegum bandalagsins. Með fulltrúum ÖBÍ er hér átt við fulltrúa í stjórn, stjórnendur, starfsfólk, fulltrúa í málefnahópum, stýrihópum og nefndum ÖBÍ auk undirverktaka sem taka að sér verkefni fyrir hönd ÖBÍ sem bandalagið ber stjórnunarlega ábyrgð á.
- Forvarna- og viðbragðsáætlun ÖBÍ vegna EKKO
Markmið áætlunarinnar er að tryggja að úrræði séu til staðar og stuðla að forvörnum og verkferlum í samræmi við siðareglur ÖBÍ, ákvæði laga og reglugerða. Áætlunin nær til allra fulltrúa ÖBÍ og er þá átt við fulltrúa í stjórn, stjórnendur, starfsfólk skrifstofu, fulltrúa í málefnahópum, stýrihópum og nefndum ÖBÍ auk undirverktaka sem taka að sér verkefni fyrir hönd ÖBÍ sem bandalagið ber stjórnunarlega ábyrgð á.*EKKO er skammstöfun fyrir: einelti, kynbundna áreitni, kynferðislega áreitni, ofbeldi.
- PersónuverndarstefnaPersónuvernd skiptir ÖBÍ miklu máli. Hver einstaklingur hefur rétt á að ráða því hverjum hann treystir fyrir upplýsingum um sig. Hann á rétt á að vita hvaða upplýsingum er safnað um sig, hvers vegna það er gert, hvernig unnið er með þær, hvort þeim sé eytt eða þær varðveittar og þá hve lengi.ÖBÍ meðhöndlar persónuupplýsingar í samræmi við lög nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.
- Skilmálar ÖBÍ