Skip to main content

Persónuverndarstefna ÖBÍ

Vegna fjölbreyttrar starfsemi ÖBÍ berast gögn sem geyma persónuupplýsingar. Sum gögnin innihalda viðkvæmar persónuupplýsingar. Ef þú hefur látið eða ætlar að láta slíkar upplýsingar af hendi til ÖBÍ þá hvetjum við þig til að lesa þessa persónuverndarstefnu vel.  Hafðu jafnframt í huga að ef þú óskar eftir að við förum með þínar upplýsingar á annan máta en fram kemur í þessari stefnu þá er þér velkomið að láta okkur vita í síma: 530 6700 eða á netfangið: obi@obi.is

Persónuvernd

Persónuvernd þín skiptir ÖBÍ miklu máli. Þú stjórnar hverjum þú treystir fyrir upplýsingum um þig. Þú átt rétt á að vita hvaða upplýsingum er safnað um þig, hvers vegna það er gert, hvernig unnið er með þær, hvort þeim sé eytt eða þær varðveittar og þá hve lengi.

ÖBÍ meðhöndlar persónuupplýsingar í samræmi við lög nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.

Notkun og meðferð persónuupplýsinga hjá ÖBÍ

Öryggismál:  upplýsinga- og gagnaöryggi

 • Allir starfsmenn ÖBÍ eru bundnir trúnaði við þig og hafa undirritað yfirlýsingu um þagnareið. Öryrkjabandalag Íslands leggur áherslu á í allri starfsemi sinni að leynd upplýsinga um þig sé virt í raun. ÖBÍ hefur það að markmiði að nota hvorki né safna persónuupplýsingum nema þær séu til hagsbóta fyrir þig eða nauðsynlegar starfseminnar vegna.
 • ÖBÍ mun ekki undir neinum kringumstæðum afhenda þriðja aðila persónuupplýsingar um þig nema þú hafir óskað eftir því skriflega. Í þessu sambandi er ágætt að benda á að starfsemi bandalagsins fellur ekki undir lög um um opinber skjalasöfn nr. 77/2014 né upplýsingalög nr. 140/2014
 • ÖBÍ leggur mikla áherslu á öryggi og virka vernd persónugreinanlegra upplýsinga um þig og vandar val á fyrirtækjum sem þjónustar bandalagið á sviði öryggis- og tæknimála. Fyrirtækin eru: Gagnaeyðing ehf., Securitas hf., og Opin kerfi hf., Þekking hf. Öll fyrirtækin hafa sett fram persónuverndarstefnu og hafa skuldbundið sig til að framfylgja lögum um persónuvernd og vinnslu upplýsinga.

 Námsstyrkir

 • Sækir þú um námsstyrk úr Námssjóði Sigríðar Jónsdóttur er óskað eftir  upplýsingum um nafn þitt, símanúmer, netfang, heiti náms eða námskeiðs og upphæð styrkbeiðni.
 • Starfsmaður sjóðsins sem þjónustar þig hefur aðgang að gögnunum. Stjórn sjóðsins er skipuð þremur einstaklingum sem fá að sjá styrkumsóknirnar á lokuðum fundi. Þessi gögn fara aldrei úr húsi.
 • Samþykki stjórn sjóðsins umsókn þína mun starfsmaður sjóðsins í framhaldinu óska eftir frekari gögnum (afritum), s.s. upplýsingum um reikningsnúmer og staðfestingu á örorku.
 • Hafni stjórn sjóðsins umsókn þinni er umsókninni eytt en upplýsingar um þig og styrkbeiðnina eru færðar í skjal sem er aðeins til í einu eintaki.  Starfsmaður sjóðsins varðveitir skjalið í þrjú ár og er því síðan eytt.  Að geyma þessar upplýsingar hjálpar stjórn sjóðsins að ákvarða næstu styrkveitingar og getur orðið þér til hagsbóta við næstu úthlutanir.

Ráðgjöf

 • Ef þú óskar eftir ráðgjöf símleiðis hjá ÖBÍ og hringir á auglýstum símatíma ertu ekki beðin/n um neinar persónuupplýsingar. Þú ákveður hvaða upplýsingum þú deilir með ráðgjafanum.
 • Pantir þú tíma hjá ráðgjafa er óskað eftir nafni og símanúmeri til að hægt sé að minna þig á tímann.  Þú munt síðan fá spurningu um hvað málið varðar. Tilgangurinn með spurningunni er að svarið gæti auðveldað ráðgjafanum að undirbúa fundinn með þér.  Þitt er valið hvort þú svarir þessu og nægilegt er að gefa örstutt svar. Ekki er nauðsynlegt að þú segir starfsmanni í móttöku frá málinu í smáatriðum, eitt orð eða stutt setning til að skýra málið er nægilegt.
 • Þessar upplýsingar um þig eru skráðar og varðveittar í eitt ár.  Óskir þú eftir frekari aðstoð ráðgjafa varðandi þín mál þá skrifar þú undir upplýst samþykki. Síðan  gefur þú ráðgjafanum þær upplýsingar sem málið varðar. Hann tryggir öryggi allra gagna þar til málinu er lokið. Gögnunum verður eytt nema þú óskir sérstaklega eftir að hann geymi gögnin lengur.
 • Það gæti komið upp sú staða að ráðgjafa ÖBÍ séu send frumgögn sem þig varðar t.d. ef þú hefur gefið ráðgjafa ÖBÍ umboð til að reka þín mál. Ef það gerist mun ráðgjafinn afhenda þér öll frumgögn eins fljótt og hægt er. Brýnt er að þú varðveitir öll frumgögn og ÖBÍ sé aðeins með afrit af þeim gögnum er málið varðar.

Tölfræðilegar upplýsingar um þig

Áður en upplýsingum um þig er eytt er tölfræði unnin sem er ópersónugreinanleg. Dæmi um tölfræðiupplýsingar eru: fjöldi fólks sem leitar ráðgjafar hjá ÖBÍ á hverju ári eða mánuði, fjöldi símtala eða umsækjenda um námsstyrki og hvers konar nám var styrkt. Þessi vinnsla er ópersónugreinanleg.

Ert þú félagi í aðildarfélögum ÖBÍ?

Ef þú ert félagi í einhverju af aðildarfélögum okkar þá geymum við ekki upplýsingar um þig. Ef þú  ferð í framboð til setu í nefndum, stjórnum eða ráðum innan ÖBÍ og nærð kjöri, skráum við eftirfarandi upplýsingar um þig: nafn, símanúmer, netfang, heimilisfang og heiti félags. Þetta eru nauðsynlegar upplýsingar til að skrifstofa ÖBÍ geti haft samband við þig og/eða sent þér gögn vegna funda og verkefna. Upplýsingar um nafn þitt og félag eru birtar á viðeigandi síðum um nefndir, hópa, hreyfingar, ráð og stjórnir á heimasíðu ÖBÍ og í ársskýrslu.

 

13. júlí 2018

Ath. Persónuverndarstefna ÖBÍ getur tekið breytingum. Ef um veigamiklar breytingar er að ræða verða þær kynntar sérstaklega á vef ÖBÍ. Réttindi þín verða ekki takmörkuð án yfirlýsts samþykkis. Eldri útgáfur af persónuverndarstefnunni verða vistaðar í tölvukerfi ÖBÍ.

Vafrakökur

Vafrakökur

Þessi vefur nýtir sér vafrakökur (e. web cookies) til að bæta virkni hans og hjálpa stjórnendum vefsins að greina notkun hans.

Það er stefna Öryrkjabandalags Íslands að nota vafrakökur með ábyrgum hætti.

Allar persónuupplýsingar sem kunna að að verða til við notkun á kökum verða meðhöndlaðar og unnið með þær í samræmi við persónuverndarlög.

Hvað er vafrakaka?

Vafrakökur eru smáar textaskrár geymdar í þeim vafra sem þú notar hverju sinni og eru almennt notaðar til að fá vefsvæði til að virka eða til að starfa betur og skilvirkar. Vafrakökur geyma t.d kjörstillingar notanda, sjá til þess að hann þurfi ekki að skrá sig inn í hvert skipti sem hann heimsækir vefinn og afla upplýsinga um notkun vefsins til að auðvelda stjórnendum hans vefgreiningar með það að markmiði að bæta upplifun notenda hans.

Hvaða vafrakökur notar þessi vefur?

Þessi vefur notar eftirfarandi vafrakökur:

Vafrakökur: _gat, _gid, _ga

Vafrakökur sem notaðar eru af Google Analytics til að greina umferð um vefinn. Upplýsingarnar eru notaðar til að skoða hvaða vefhlutar eru notaðir meira en aðrir og bæta þjónustu vefsins við notendur hans.

Vafrakökur: phpsessid

Þessi vafrakaka er notuð þegar vefurinn er forritaður í php. Hún er notuð fyrir login á vefinn og er meðal annars til þess að notandinn þurfi ekki að skrá sig inn á milli síðna sem hann er að vinna í á vefnum.

Hvernig eyði ég vafrakökum?

Þú getur eytt öllum þeim vafrakökum sem þinn vafri geymir. Leiðbeiningar um það fyrir Internet Explorer eru hér og Google Chrome hér.