Hlutverk formanns málefnahóps:
- Leiðtogi – í forsvari fyrir hópinn, leiðir starf hans á jafnréttisgrunni
- Tengiliður við stjórn ÖBÍ
- Leiði starf hópsins í samræmi við tilgang hans og markmið
Helstu viðfangsefni:
- Samskipti við starfsmann og við aðra meðlimi hópsins
- Leiðtogi og talsmaður
- Kemur fram fyrir hönd hópsins
- Virkjar meðlimi
- Annast samskipti við stjórnvöld í samvinnu við starfsmann hópsins
- Fundarstjórn
- Stjórnar fundum
- Ákveður dagskrá funda í samvinnu við starfsmann hópsins
- Tryggir upplýsingaflæði til og frá stjórn ÖBÍ
- Verkstjórn
- Forgangsraðar málum til úrvinnslu
- Ákveður helstu áhersluatriði í samvinnu við hópinn
- Útdeilir verkefnum til annarra meðlima hópsins
- Veitir upplýsingar og tekur þátt í vinnu við umsagnir og annað sem til fellur
- Undirbýr afurðir* hópsins
- Annast upplýsingaflæði til aðildarfélaga og annarra hagsmunasamtaka og á samráð við þau þegar við á
- Tekur þátt í ritun umsagna
- Greinaskrif
- Tekur þátt í nefndum og ráðum
Til að sinna hlutverki sínu þarf formaður að hafa:
-
- Gott aðgengi að nauðsynlegum upplýsingum
- Stuðning frá og aðgengi að starfsmanni, skrifstofu og stjórn
- Laun
- Aðgengi að utankomandi sérfræðingum
- Fjármagn
- Aðgengi að fundaraðstöðu
- Aðgengi að öðrum meðlimum hópsins
*Afurðir hópsins geta verið málþing, ráðstefnur, hlaðvörp eða annað