Skip to main content

Atvinnu- og menntamál

Fatlað fólk á rétt á menntun á öllum skólastigum með viðeigandi aðlögun og án aðgreiningar. Fatlað fólk á sama rétt og aðrir til atvinnu og því má ekki mismuna fólki á vinnumarkaði á grundvelli fötlunar.

Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks

Öflug atvinnuþáttaka og nám fyrir alla

Stefna ÖBÍ

Stefna ÖBÍ er öflug atvinnuþátttaka og nám fyrir alla. Atvinnuþátttaka og menntun auka þátttöku fatlaðs fólks í samfélaginu, draga úr félagslegri einangrun og bæta lífsgæði.

Fjölbreyttari atvinnustefnu

Stjórnvöld setji sér opna atvinnustefnu án aðgreiningar. Tryggja þarf fjölbreytt störf fyrir fatlað fólk innan opinbera geirans og greiða fyrir að fatlað fólk fái störf innan einkageirans.

Tilvísun í samning Sþ um réttindi fatlaðs fólks, SRFF: 27. gr.

Viðeigandi aðlögun á vinnumarkaði

Mikilvægt er að tryggð sé viðeigandi aðlögun á vinnumarkaði og sérstakur sjóður stofnaður í þeim tilgangi að mæta kostnaði atvinnurekenda vegna aðlögunar eða hjálpartækja. Viðeigandi aðlögun er til að mynda að gera starfsmönnum kleift að vinna heima í heimsfaraldri.

Tilvísun í samning Sþ um réttindi fatlaðs fólks, SRFF: 2., 5. og 27. gr.

Jafnt aðgengi að menntun

Allir fatlaðir námsmenn eiga að geta valið sér framhaldsnám eftir áhugasviði, en ekki út frá aðgengi, viðhorfi kennara eða þeim stuðningi sem í boði er.

Tilvísun í samning Sþ um réttindi fatlaðs fólks, SRFF: 2.,  9. og 24. gr.

Aukum fræðslu um fatlanir

Auka þarf fræðslu um fatlanir til nemenda, foreldra og starfsfólks  innan menntastofnana með markvissri fræðslustefnu.

Tilvísun í samning Sþ um réttindi fatlaðs fólks, SRFF: 4., og 8. gr.

 

Hvað er ÖBÍ að gera í málinu?

ÖBÍ leggur mikla áherslu á að kortleggja stöðu menntunar og atvinnu í samfélaginu og gera tillögur að úrbótum í samræmi við áherslur ÖBÍ.

Eitt af verkefnum ÖBÍ er að stuðla að auknum atvinnumöguleikum fatlaðs fólks, það er gert með að vinna að viðhorfsbreytingum og vitunarvakningu í samfélaginu.

Réttindi þín í atvinnu og menntamálum

Nauðsynlegt er að skapaðar verði aðstæður þar sem einstaklingar með skerta starfsgetu verði hluti af hinum almenna vinnumarkaði. Bundið er í lög að nemendur með sérþarfir skulu hafa jöfn tækifæri og jafnan rétt til náms og njóta til þess viðeigandi stuðnings. Gefa þarf öllum, ekki eingöngu sumum, tækifæri til að verða fullgildir þátttakendur í samfélaginu.

 

Atvinnu- og menntamálahópur

Hlutverk atvinnu- og menntamálahóps ÖBÍ réttindasamtaka er að stuðla að auknum tækifærum fatlaðs fólks til þátttöku. Sjá nánar um hópinn og starfsemi hans.

Hvert getur þú leitað?

Vinnumálastofnun

Vinnumálastofnun býður upp á ráðgjöf vegna skertrar starfsgetu fyrir bæði öryrkja og aðra atvinnuleitendur. Þjónustan sem er veitt er tvískipt og fer hún eftir þjónustuþörf hvers og einsÞjónustan er annars vegar sérhæfð ráðgjöf og stuðning við atvinnuleit og hins vegar þjónustu AMS, ,,Atvinnu með stuðningi“. AMS sem felst í aðstoða við atvinnuleitina og stuðningi og eftirfylgni á vinnustað. 

Atvinna með stuðningi (AMS)

Atvinna með stuðningi (AMS) er árangursrík leið í fyrir þá sem þurfa aðstoð við vinnu á almennum vinnumarkaði. Atvinna með stuðningi býður uppá víðtækan stuðning við þá sem hafa skerta vinnugetu vegna andlegrar og / eða líkamlegrar fötlunarAðstoðað er við finna rétta starfið og veita stuðning á nýjum vinnustað. 

Stuðningur sem AMS veitir vinnustað

Lögð er áhersla á góða samvinnu við atvinnurekendur. AMS aðstoðar við að mynda tengsl á vinnustað og byggir upp stuðningsnet á vinnustaðnum. Stuðningur er veittur svo lengi sem þörf er á en síðan er markvisst dregið úr stuðningi. Vinnuveitandi og starfsmaður hafa þó áfram aðgang að ráðgjafa eftir þörfum. AMS er umsjónaraðili vinnusamnings öryrkja.

Vinnusamningur öryrkja

Vinnusamningur öryrkja er endurgreiðslusamningur við atvinnurekendur sem hafa ráðið starfsfólk með skerta starfs getu til starfa.  Markmið og hlutverk vinnusamnings öryrkja er að auka möguleika atvinnuleitenda með skerta starfsgetu til að ráða sig í vinnu á almennum atvinnumarkaði. 

Nánari upplýsingar um þau skilyrði sem þarf að uppfylla fyrir vinnusamning öryrkja, hvernig vinnusamningur á að vera uppsettur, hvernig endurgreiðslan er háttur og hver umsjónaraðili er með vinnu samingi örykja er hægt að nálgast á heimasíðu Vinnumálastofnunnar. 

Sérstök átaksverkefni

Vinnumálastofnun er heimilt að gera samning við fyrirtæki, stofnun eða frjáls félagasamtök um ráðningu atvinnuleitanda sem telst tryggður innan atvinnuleysistryggingakerfisins, til að starfa við sérstök tímabundin átaksverkefni sem eru umfram lögbundin og venjuleg umsvif hlutaðeigandi fyrirtækis, stofnunar eða félagasamtaka. 

Nánari upplýsingar um skilyrði fyrir greiðslu styrks, samninga og um þær reglur sem gilda um endurgreiðslu til atvinnurekanda vegna starfstengdra vinnumarkaðs úrræðum er hægt að nálgast á heimasíðu Vinnumálastofnunar. 

Tenglar á gagnlegt efni

Menntun og atvinna á island.is

,,Samkvæmt lögum á fatlað fólk rétt til náms með viðeigandi stuðningi á öllum stigum skólakerfisins. Það á líka rétt á starfsráðgjöf og aðstoð við að finna atvinnu við hæfi.“ Sjá nánar á island.is 

Atvinna og virkni fyrir fatlað fólk hjá Reykjavíkurborg

,,Atvinna er stór og mikilvægur þáttur í lífi fólks. Það að vera virkur þátttakandi í samfélaginu hefur jákvæð áhrif á sjálfsmynd og líðan. Margt fatlað fólk býr yfir dýrmætri reynslu og þekkingu sem getur nýst í ýmsum störfum, en þarf stundum aðstoð eða vinnuaðstöðu, aðgengi, vinnutíma og verkefni sem koma til móts við þarfir þess, almennt kallað viðeigandi aðlögun.“ Sjá nánar á reykjavik.is