Skip to main content

MG félag Íslands

MG félag Íslands var stofnað 29. maí 1993 og er félag sjúklinga með MG sjúkdóminn og aðstandenda þeirra.

Myasthenia Gravis (MG) sjúkdómurinn er mjög sjaldgæfur og því er MG félag Íslands eitt minnsta sjúklingafélag landsins.

Markmið félagsins er að kynna sjúkdóminn og styðja við bakið á sjúklingum og fjölskyldum þeirra.