Skip to main content
FréttHinsegin menning & málefni

Skynvænn strætó í gleðigöngunni

By 31. júlí 2025september 22nd, 2025No Comments
Skreyttur strætó í regnbogalitum með áletruninni "Fegurð í frelsi". Strætóinn stendur fyrir framan byggingu prýdda pride-fánum. Hópur brosandi fólks stendur við hlið strætósins.“

Skynvænn strætó verður í boði í gleðigöngunni í ár þar sem lögð verður áhersla á að minnka áreiti af hljóði og ljósum. Hægt er að skrá sig í vagninn og þannig taka þátt í göngunni með sem minnstu skynáreiti.

Gleðigangan verður gengin laugardaginn 9. ágúst og er hluti af Hinsegin dögum. Skynvæni strætóinn er afurð samstarfsverkefnis ÖBÍ réttindasamtaka og hinsegin daga.

Í boði verður að koma upp í vagninn annars vegar á Hesthálsi 14 og hins vegar við Hallgrímskirkju, þaðan sem gangan hefst. Skráning fer fram á hlekknum hér að neðan.

Skynvænn strætó í gleðigöngunni