
Hinsegindagar.is
ÖBÍ réttindasamtök og Hinsegin dagar hafa gert með sér samstarfssamning með því markmiði að auka sýnileika hinsegin fatlað fólks og aðgengi þess að hinsegin samfélaginu.
Einn liður í verkefninu er þáttaka ÖBÍ í Gleðigöngunni 9. ágúst undir yfirskriftinni – Aðgengi fyrir öll undir regnboganum!
Við hvetjum fatlað fólk til að ganga með okkur, styðja við mannréttindabaráttu alls hinsegin fólks og vekja athygli á aðstæðum fatlaðs hinsegin fólks.
Þáttakendum í gönguhópnum verður boðið upp á frábæra regnbogaboli meðan að birgðir endast.
Við ætlum að hittast í Mannréttindahúsinu, Sigtúni 42, stundvíslega klukkan 13 til að undirbúa okkur og fara samferða að Hallgrímskirkju.
Gangan fer af stað frá Hallgrímskirkju stundvíslega kl. 14:00. Gengið er þaðan eftir Skólavörðustíg, Bankastræti, Lækjargötu og Fríkirkjuvegi. Gangan endar við gatnamót Fríkirkjuvegar og Skothúsvegar, en atriði halda áfram inn Sóleyjargötu og þaðan inn í Hljómskálagarðinn þar sem útitónleikar taka við.
Nánari upplýsingar um gönguna og götulokanir má finna á síðunni hér að neðan:

