Skip to main content
Frétt

Andlát: Guðrún Hannesdóttir

By 19. ágúst 2025september 2nd, 2025No Comments

Guðrún Hannesdóttir, félagsfræðingur og fyrrverandi forstöðumaður Hringsjár, lést fyrr í mánuðinum.

Störf Guðrúnar í þágu fatlaðs fólks á Íslandi eru umfangsmikil og lofsverð. Auk þess að stýra Hringsjá, náms- og starfsendurhæfingu sat hún í ráðherranefnd um starfsendurhæfingu fyrir hönd ÖBÍ og rannsakaði stöðu örorkulífeyristaka á Íslandi.

Má þar til dæmis nefna skýrsluna „Lífskjör og hagir öryrkja: könnun meðal örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega“ sem Guðrún skrifaði fyrir ÖBÍ og samtökin hafa nýtt mikið í réttindabaráttu fatlaðs fólks.

Stjórn og starfsfólk ÖBÍ réttindasamtaka kveðja Guðrúnu með einlægu þakklæti og votta vinum og fjölskyldu samúð.