Skip to main content
AlmannatryggingarUmsögn

Drög að reglugerð um þjónustugátt

By 15. ágúst 2025september 2nd, 2025No Comments
Ráðuneytisbygging

Það er von ÖBÍ að tilkoma þjónustugáttar feli í sér framför hvað varðar mannréttindi fatlaðs fólks á Íslandi. ÖBÍ telur drög að reglugerð um þjónustugátt mikilvæga stoð í innleiðingu á nýju örorkulífeyriskerfi og jákvætt að skýrt sé kveðið á um ábyrgð tilheyrandi aðila í reglugerðinni.

ÖBÍ er reiðubúið til samráðs og samvinnu á öllum stigum þessa máls.

Ekkert um okkur án okkar!

Með vinsemd og virðingu,

Alma Ýr Ingólfsdóttir
formaður ÖBÍ

Gunnar Alexander Ólafsson
hagfræðingur ÖBÍ

Sigríður Hanna Ingólfsdóttir
verkefnastjóri ÖBÍ

Sigurður Árnason
lögfræðingur ÖBÍ

Sunna Elvira Þorkelsdóttir
lögfræðingur ÖBÍ


Drög að reglugerð um þjónustugátt
Mál nr. S-133/2025. Félags- og húsnæðismálaráðuneytið.
Umsögn ÖBÍ, 15. águst 2025


ÖBÍ réttindasamtök (ÖBÍ) eru heildarsamtök fatlaðs fólks á Íslandi. Hlutverk samtakanna er að koma fram fyrir hönd fatlaðs fólks í hverskyns hagsmunamálum.