Skip to main content
FréttKjaramál

Nýtt lífeyriskerfi tekur gildi á mánudag

By 29. ágúst 2025september 2nd, 2025No Comments
Mynd af fjölda fólks í réttindagöngunni. Þau kröfuspjöld ÖBÍ sem eru sjáanleg eru 1. Tækifæri til samfélagsþátttöku og 2. Fötluð börn eru líka börn. Forgöngufáni Frjáls Palestína sést einnig á myndinni.

Nýtt lífeyriskerfi almannatrygginga tekur gildi á mánudaginn, 1. september, og þar með verður á fjöldi breytinga sem ÖBÍ réttindasamtök hafa barist lengi fyrir. Má þar einna helst nefna einföldun kerfisins, minni tekjutengingar og greiðari leið til atvinnuþátttöku.

Alma Ýr Ingólfsdóttir, formaður ÖBÍ, sagðist í viðtali við RÚV í vikunni fagna einfölduninni en að tryggja þurfi að möguleikar til atvinnu séu raunverulegir.

„Við höfum kannski mestar áhyggjur af því að það sé ekki nógu vel stutt við bakið á þeim sem koma til með að þurfa að leita að þessu hlutastarfi, að því leyti að það fái kannski ekki nægan stuðning þegar það er komið með vinnu,“ sagði Alma í viðtalinu.

Spurt og svarað

ÖBÍ hafa tekið saman svör við algengum spurningum um nýja kerfið sem nálgast má með því að smella á hlekkinn hér að neðan:

Spurt og svarað

Streymisfundur á mánudag

Félags- og húsnæðismálaráðuneytið með streymisfund um breytingarnar á mánudag klukkan 11.

Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra opnar fundinn áður en fulltrúar frá TR, Vinnumálastofnun, VIRK og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins taka til máls.

og má finna allar upplýsingar um fundinn hér:

https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2025/08/28/Nytt-ororku-og-endurhaefingarkerfi-tekur-gildi-bein-utsending-1.-september-kl.-11-00/

Húsnæðisbætur hækka, en ekki nóg

Félags- og húsnæðismálaráðherra ákvað í vikunni að hækka húsnæðisbætur „til að koma í veg fyrir að lífeyrisþegar lendi í því að húsnæðisbætur þeirra skerðist vegna hækkunar“ lífeyrisgreiðslna.

ÖBÍ benti á það í umfjöllun Heimildarinnar að hækkunin nú nemi 0,7% sem samsvarar nokkurn vegin minnstu hækkunum lífeyris með gildistöku nýja kerfisins.

„Fyrir langflesta aðra örorkulífeyristaka hækkar lífeyrir meira en 0,7% og vegur þessi hækkun frítekjumarka ekki til að mæta þeim hækkunum. Því munu húsnæðisbætur langflestra örorkulífeyristaka skerðast við gildistöku breytts örorkulífeyriskerfis,“ sagði í svari ÖBÍ til Heimildarinnar.