
Marta Jóns Hjördísardóttir talskona sjúklinga kemur í Mannréttindahúsið 25. september og ræðir réttindi sjúklinga, eflingu samtals við sjúklingasamtök og margt fleira. Viðburðurinn hefst klukkan 10:00 en húsið opnar 9:30. Heitt á könnunni, léttar morgunveitingar í boði og öll velkomin.
Marta tók við nýju stöðugildi talskonu sjúklinga fyrir um ári síðan. Staða talskonu er mikilvægur hluti af nýjum áherslum Landspítala sem felast meðal annars í auknu vægi fagmennsku í samskiptum við sjúklinga og aðstandendur, eflingu samtals við sjúklingasamtök og umbóta í kjölfar athugasemda sjúklinga.
Marta hefur lokið BSc gráðu í hjúkrunarfræði frá HÍ, MPM gráðu í verkefnastjórnun frá HR 2017 og er að ljúka MSc gráðu í hjúkrunarstjórnun frá HÍ. Marta hóf störf á Landspítala árið 2007 sem hjúkrunarnemi. Hún hefur sinnt fjölbreyttum störfum innan Landspítala síðan, unnið á legudeildum, á menntadeild, verið formaður fagráðs Landspítala, sinnt starfsmannahjúkrun og unnið að fjölbreyttum verkefnum á verkefnastofu m.a. stofnun transmiðstöðvar á Landspítala.