Rýnt verður í fjárlagafrumvarpið, leiðbeint um umsagnagerð og hagsmunagæslu á námskeiðinu Fjárlagafrumvarpið krufið þann 24. september í Mannréttindahúsinu frá 13.00 til 16.00.
Leiðbeinandi er Oddný G. Harðardóttir. Oddný hefur gegnt fjölmörgum ábyrgðarstöðum á ferli sínum. Hún sat á Alþingi frá 2009-2024, gegndi embætti fjármálaráðherra 2011-12, iðnaðarráðherra 2012 og fjármála-og efnahagsráðherra 2012. Þá var hún 1. varaforseti Alþingis 2021-2024, formaður þingsflokks Samfylkingarinnar í nokkur ár, auk þess sem hún var um tíma formaður fjárlaganefndar.