Skip to main content
FréttHvatningarverðlaun

Opnað fyrir tilnefningar til Hvatningarverðlauna

By 22. september 2025No Comments

Opnað hefur verið fyrir tilnefningar til Hvatningarverðlaun ÖBÍ réttindasamtaka. Senda má inn tilnefningar með því að ýta á hlekkinn hér að neðan.

Tilnefning til Hvatningarverðlauna

Öllum er frjálst að tilnefna en verðlaunin eru veitt þeim sem hafa með verkum sínum stuðlað að einu samfélagi fyrir öll og endurspegla nútímalegar áherslur um þátttöku, sjálfstæði og jafnrétti fatlaðs fólks.

Verðlaunin verða veitt við hátíðlega athöfn á Grand hótel Reykjavík á alþjóðadegi fatlaðs fólks þann 3. desember.

Markmið verðlaunanna er að efla frumkvæði til nýrra verkefna og hugmynda í málaflokknum og skapa jákvæða ímynd fyrir fatlað fólk. Þau eiga að vera hvatning til að gera enn betur í að skapa inngildandi samfélag fyrir okkur öll.