
Umsögn ÖBÍ réttindasamtaka um frumvarp til sóttvarnalaga, 80. mál.
ÖBÍ réttindasamtök telja mikilvægt að reynsla COVID tímabilsins sé nýtt í þróun á lagaumhverfi hérlendis. ÖBÍ telur það mjög mikilvægt að hugað sé að alþjóðaviðmiðum í þessum efnum og tryggt að íslensk löggjöf sé sambærileg grannþjóðum okkar.
Að því sögðu er það áhyggjuefni að hvergi sé að finna formlegan vettvang fyrir samráð við fatlað fólk og langveika. Fatlað fólk og langveikir eru meðal viðkvæmustu hópa samfélagsins þegar á dynja farsóttir. Annars vegar eru fatlað fólk og langveikir útsettari fyrir sjúkdómum vegna aðstæðna sinna og hins vegar viðkvæmari fyrir öllum samkomutakmörkunum, þar vegur þungt félagsleg einangrun og svo er fólkið háðari ýmiss konar þjónustu.
að sætir því furðu að ekki hafi gefist færi á að formgera samráð við hagsmunasamtök fatlaðs fólks í þessu frumvarpi, til að mynda í gegnum farsóttarnefnd, og hvetja ÖBÍ stjórnvöld til þess að íhuga vel hvernig hægt væri að móta trygga ferla fyrir samráð við hagsmunasamtök fatlaðs fólks.
Við það má bæta að sérstaklega þarf að huga að mótvægisaðgerðum og undanþágum fyrir fatlað fólk og langveika í heimsfaraldri, en það er vinna sem vel átti við við gerð þessa frumvarps.
Virðingarfyllst,
Alma Ýr Ingólfsdóttir
formaður ÖBÍ réttindasamtaka
Rósa María Hjörvar
verkefnastjóri ÖBÍ réttindasamtaka
Sóttvarnalög
80. mál, lagafrumvarp.
Umsögn ÖBÍ, 2. október 2025

