Skip to main content
Umsögn

Umferðarlög (gildistími ökuskírteinis)

By 3. október 2025október 6th, 2025No Comments

Áherslur ÖBÍ réttindasamtaka um breytingu á umferðarlögum (gildistími ökuskírteinis).

Það er full ástæða til að minnka eftirlit sem hefur helst í för með sér óþarfa álag á notendur, stofnanir og heilbrigðiskerfið.

Margra mánaða bið er eftir tíma hjá augnlæknum enda er mikill skortur á þeim á landinu á sama tíma og þjóðin er að eldast. Það er varla forsvaranlegt að lengja áfram þá bið fyrir fólk sem þarf raunverulega á þjónustu þeirra að halda.

Því er tekið undir áherslur frumvarpsins um að breyta gildistíma ökuskírteina svo að þegar 60 ára aldri er náð er gildistími ökuskírteina tíu ár, þegar 80 ára aldri er náð gildir það í fimm ár og við 90 ára aldur er gildistíminn tvö ár.

Ekkert um okkur án okkar!

Með vinsemd og virðingu,

Alma Ýr Ingólfsdóttir
formaður ÖBÍ

Stefán Vilbergsson
verkefnastjóri ÖBÍ


Umferðarlög (gildistími ökuskírteinis)
36. mál, lagafrumvarp.
Umsögn ÖBÍ, 3. október 2025