
Opið hús verður í Gigtarfélaginu, Brekkuhúsum 1, 112, Reykjavík, neðri hæð, vegna alþjóðlega gigtardagsins milli kl. 14 og 16. Glæsilegar veitingar og öll velkomin.
Við kynnum bókina „María og leyndarmál mömmu“ eftir Hrönn Stefánsdóttur formann Gigtarfélags Íslands. Bókin er skrifuð til auka meðvitund um gigtarsjúkdóma og til að hjálpa foreldrum með gigt að útskýra flókin veikindi á einfaldan og uppbyggilegan hátt fyrir börnum.
Höfundur les upp úr bókinni og flytur stutt erindi um hve umfangsmikil áhrif gigt hefur á alla fjölskylduna og hvaða leiðir er hægt að fara til að auðvelda fjölskyldum líf með langvinnum sjúkdóm.