Skip to main content
Loading Viðburðir

« All Viðburðir

  • This event has passed.

Réttindabarátta á tímamótum – Hvað getur þú gert?

23. október @ 10:00
50 ár, 1975 - 2025 og merki kvennaársins, 2025.

Gríptu hljóðnemann (open mic) í Mannréttindahúsinu þegar við ræðum um stöðu jafnréttisbaráttunnar í tilefni af 50 ára afmæli kvennafrídagsins 1975. Hvert gæti þitt hlutverk orðið í baráttunni?

Mannréttindahúsið býður upp á opinn hljóðnema fimmtudaginn 23. október klukkan 10:00 í samstarfi við UN Women á Íslandi, Landssamband ungmennafélaga, Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi og ÖBÍ réttindasamtök. Tilefnið er 50 ára afmæli kvennafrídagsins 1975, þar sem íslenskar konur lögðu niður störf og kröfðust jafnréttis.

Margt hefur áunnist í baráttunni á þessari hálfu öld sem síðan hefur liðið en annað er enn óunnið. Boðað hefur verið til kvennaverkfalls föstudaginn 24. október þar sem kröfur um aðgerðir eru meðal annars:

Uppræta kynbundið ofbeldi
40% kvenna hér á landi hafa orðið fyrir kynbundnu ofbeldi.

Leiðrétta vanmat á kvennastörfum
Munur á atvinnutekjum kvenna og karla er um 20% og launamunur kynjanna er rúm 10% og eykst.

Lögfesta rétt barna til leikskólavistar að loknu fæðingarorlofi
Konur bera enn meiri ábyrgð á umönnun barna, fjórðungur er í hlutastarfi og stór hluti hverfur af vinnumarkaði til að brúa bilið.

Tryggja fræðslu um jafnrétti og kynbundið ofbeldi á öllum skólastigum
12% stúlkna í 10. bekk hafa orðið fyrir nauðgun af hálfu jafnaldra og helmingur fyrir stafrænu kynferðisofbeldi.

Hvað getur þú gert í jafnréttisbaráttunni og hvernig vilt þú sjá samfélagið þróast? Endilega kíktu í Mannréttindahúsið á fimmtudagsmorgun, gríptu hljóðnemann og deildu þinni skoðun.

Upplýsingar

Vettvangur