
Vertu með þegar við afhendum Hvatningarverðlaun ÖBÍ réttindasamtaka í ár!
Verðlaunahátíðin hefst stundvíslega klukkan 11:00 þann 3. desember á Grand hóteli í Reykjavík. Á dagskrá er mikil gleði.
Tilnefnd eru:
Hvatningarverðlaunin hafa verið veitt frá árinu 2007 en í fyrra voru það tvö leikverk sem mörkuðu tímamót í íslensku atvinnuleikhúsi: Fúsi, aldur og fyrri störf eftir Sigfús Sveinbjörn Svanbergsson og Agnar Jón Egilsson og Taktu flugið, beibí eftir Kolbrúnu Dögg Kristjánsdóttur sem urðu fyrir valinu og mörkuðu tímamót í íslensku atvinnuleikhúsi.
Hvatningarverðlaunin eru veitt þeim sem hafa með verkum sínum stuðlað að einu samfélagi fyrir alla og endurspegla nútímalegar áherslur um þátttöku, sjálfstæði og jafnrétti fatlaðs fólks.
3. desember er einmitt alþjóðadagur fatlaðs fólks og auk þess að standa fyrir Hvatningarverðlaununum er ÖBÍ með átakið upplýst samfélag. Fólk um allt land er hvatt til þess að lýsa upp í fjólubláu, einkennislit réttindabaráttu fatlaðs fólks.
Viðburðurinn verður táknmáls- og rittúlkaður.