Skip to main content

Vinnureglur siðanefndar ÖBÍ á auðlesnu máli

1. Siðanefnd

Siðanefnd ÖBÍ fer eftir siðareglum ÖBÍ.

Hvernig er valið í siðanefnd ÖBÍ?

Formaður ÖBÍ velur formann siðanefndar ÖBÍ.

Stjórn ÖBÍ velur svo 2 manneskjur í siðanefnd ÖBÍ.

Þessar manneskjur eru 3 ár í siðanefnd ÖBÍ.

Hvað gerir siðanefnd ÖBÍ?

Siðanefnd ÖBÍ skoðar hvort fólk hafi brotið siðareglur ÖBÍ.

Siðanefnd ÖBÍ ákveður hvort fólk hafi brotið siðareglur ÖBÍ.

Braut enginn siðareglur ÖBÍ?

Þá hættir siðanefnd ÖBÍ að skoða málið.

Siðanefnd ÖBÍ lætur fólkið í málinu vita um niðurstöðuna.

Braut einhver siðareglur ÖBÍ?

Þá skoðar nefndin hversu alvarlegt brotið er.

Nefndin skoðar líka hvort manneskjan hafi áður

brotið siðareglur ÖBÍ.

Siðanefnd ÖBÍ lætur fólkið í málinu vita um niðurstöðuna.

Siðanefnd ÖBÍ skoðar bara mál sem fólk sendir siðanefnd ÖBÍ.

Stundum semur fólkið í málinu.

Þá gerir siðanefnd ÖBÍ ekki neitt.

Formaður siðanefndar ÖBÍ skrifar hvað gerist á fundum

siðanefndar ÖBÍ.

Formaður skrifar til dæmis um:

  • kvartanir sem siðanefnd ÖBÍ fær
  • hvernig siðanefnd ÖBÍ skoðar mál
  • hvað siðanefnd ÖBÍ ákveður að gera í málum.

Stundum má fólk í siðanefnd ÖBÍ ekki skoða mál.

Til dæmis ef það þekkir fólkið í málinu vel.

Það eru sérstakar reglur um hvenær fólk í siðanefnd ÖBÍ

má skoða mál.

Siðanefnd ÖBÍ má biðja sérfræðinga um ráð.

2. Hver má koma með mál

Siðanefnd ÖBÍ skoðar mál sem koma frá:

  • fólki sem finnst einhver í ÖBÍ hafa brotið siðareglur gegn sér
  • fólki í ÖBÍ sem sér einhvern í ÖBÍ brjóta siðareglur.

Heldur þú að einhver hafi brotið siðareglur ÖBÍ?

Þá skalt þú láta siðanefnd ÖBÍ vita strax.

Þú lætur siðanefnd ÖBÍ vita með því að senda siðanefnd ÖBÍ bréf.

Þú mátt líka senda tölvupóst.

Þú þarft að skrifa nafnið þitt undir bréfið.

Stundum ákveður siðanefnd að segja ekki hver skrifaði bréfið.

Í bréfinu þarf að standa:

  • hvað gerðist
  • hvaða siðaregla var brotin.

Með bréfinu þarf að senda eitthvað sem sýnir

að siðareglur voru brotnar.

Fyrst skoðar siðanefnd ÖBÍ hvort málið tengist siðareglum ÖBÍ.

Tengist málið siðareglum ÖBÍ?

Þá skoðar siðanefnd ÖBÍ málið.

Tengist málið ekki siðareglum ÖBÍ?

Þá skoðar siðanefnd ÖBÍ ekki málið.

Siðanefnd ÖBÍ skoðar heldur ekki mál þar sem:

  • manneskjan sem sendi inn málið er að ljúga
  • er betra að dómstólar skoði.

Til dæmis þegar málið er lögbrot.

3. Hvernig skoðar siðanefnd ÖBÍ mál?

Fyrst lætur siðanefnd ÖBÍ manneskjuna sem málið snýst um vita.

Þá fær manneskjan tíma til að segja sína hlið.

Siðanefnd ÖBÍ skoðar hvort siðanefnd ÖBÍ þurfi meiri upplýsingar.

Siðanefnd ÖBÍ getur talað við fólk til að fá upplýsingar.

Siðanefnd ÖBÍ getur líka fengið fólk á fund til að svara spurningum.

Siðanefndin skrifar niður mikilvægar upplýsingar.

Fólkið í málinu þarf að samþykkja það sem er skrifað niður.

Stundum tekur siðanefnd ÖBÍ upp fundi.

Það má bara ef fólkið á fundinum leyfir.

Áður en siðanefnd ÖBÍ tekur ákvörðun fær fólkið í málinu að:

  • segja sína skoðun
  • skoða öll gögn.
  • vita hvað aðrir segja.

Hvað gerist þegar fólk skilar ekki gögnum?

Þá getur siðanefnd ÖBÍ samt tekið ákvörðun.

Líka þegar fólk segir ekki sína skoðun.

Þá notar siðanefnd ÖBÍ bara upplýsingarnar sem hún hefur.

Það gerist bara ef upplýsingarnar eru nógu góðar.

Eru upplýsingarnar ekki nógu góðar.

Þá getur siðanefnd ÖBÍ hætt við málið.

4. Sátt

Stundum semur fólk um mál.

Það heitir: að gera sátt.

Þá getur siðanefnd ÖBÍ hætt að skoða málið.

Þá segir siðanefnd ÖBÍ ekki hvort einhver braut siðareglur ÖBÍ.

Þá er málið bara búið.

5. Niðurstaða

Er siðanefnd ÖBÍ búin að skoða málið?

Þá skrifar siðanefnd ÖBÍ niðurstöðu.

Siðanefnd ÖBÍ á að vera fljót að skrifa niðurstöðu.

Í niðurstöðunni stendur:

  • hvort einhver braut siðareglur ÖBÍ
  • hvernig siðanefnd ÖBÍ komst að niðurstöðu.

Braut einhver siðareglur ÖBÍ?

Þá skrifar siðanefnd ÖBÍ í niðurstöðuna:

  • hvað brotið var alvarlegt
  • hvort manneskjan hafi brotið siðareglur ÖBÍ áður.

Er fólkið í siðanefnd ÖBÍ ekki sammála?

Þá ræður meirihlutinn niðurstöðunni.

Siðanefnd ÖBÍ sendir niðurstöðuna til allra sem koma að málinu.

Siðanefnd ÖBÍ sendir niðurstöðuna líka til formanns ÖBÍ.

Það er ekki hægt að breyta niðurstöðu siðanefndar ÖBÍ.

Siðanefndin ákveður ekki refsingu.

Stjórn ÖBÍ samþykkti vinnureglur siðanefndar ÖBÍ í ágúst 2021.


Þessi texti var útbúinn af Miðstöð um auðlesið mál » audlesid.is