Skip to main content
FréttHvatningarverðlaun

Fjögur tilnefnd til Hvatningarverðlauna ÖBÍ

By 24. nóvember 2025No Comments

Tilnefningar til Hvatningarverðlauna ÖBÍ árið 2025 liggja nú fyrir og eru eftirfarandi tilnefnd til verðlaunanna að þessu sinni:

Hákon Atli Bjarkason
Fyrir að vera frábær fyrirmynd og stuðla að inngildingu ungs fatlaðs íþróttafólks.

Listvinnzlan
Fyrir brautryðjendastarf á sviði listsköpunar fatlaðs fólks og fjölgun atvinnutækifæra.

Magnús Orri Arnarson
Fyrir einstakt framlag á sviði vitundarvakningar, kvikmyndagerðar og íþrótta.

Sigurður Hólmar Jóhannesson
Fyrir að lyfta grettistaki í málaflokki fatlaðra barna og barna með sjaldgæfa sjúkdóma.

Verðlaunin verða afhent við hátíðlega athöfn á alþjóðadegi fatlaðs fólks, 3. desember. Hátíðin fer fram á Hótel Reykjavík Grand og hefst klukkan 11.

Hvatningarverðlaunin hafa verið veitt frá árinu 2007 en í fyrra voru það tvö leikverk sem mörkuðu tímamót í íslensku atvinnuleikhúsi: Fúsi, aldur og fyrri störf eftir Sigfús Sveinbjörn Svanbergsson og Agnar Jón Egilsson og Taktu flugið, beibí eftir Kolbrúnu Dögg Kristjánsdóttur sem urðu fyrir valinu og mörkuðu tímamót í íslensku atvinnuleikhúsi.

Hvatningarverðlaunin eru veitt þeim sem hafa með verkum sínum stuðlað að einu samfélagi fyrir alla og endurspegla nútímalegar áherslur um þátttöku, sjálfstæði og jafnrétti fatlaðs fólks.

3. desember er eins og áður segir alþjóðadagur fatlaðs fólks og auk þess að standa fyrir Hvatningarverðlaununum er ÖBÍ með átakið upplýst samfélag. Fólk um allt land er hvatt til þess að lýsa upp í fjólubláu, einkennislit réttindabaráttu fatlaðs fólks.