Skip to main content
Loading Viðburðir

« All Viðburðir

16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi

25. nóvember @ 09:00 - 10. desember @ 23:59
Andlitsmynd af ungri konu. Hún horfir beint í myndavélina með alvarleg, jafnvel döpur. Bakgrunnur er skærappelsínugulur. Í kringum hana fljúga ýmis emoji- og spjallbúbblur, margt neikvætt og áreitandi: reið andlit með blótsorðum yfir munninum, sprengjur, rauðar sprengistjörnur, kvíðin og sorgmædd andlit, uppköstusmiley og rauð X-merki. Einnig eru nokkrar spjallbúbblur á íslensku, til dæmis „Róaðu þig…“ og „Þegiðu!“ og bláar spjallbúbblur með táknum eins og „@#!?*“ og þremur punktum. Stór, svartur texti: „#ENGAR AFSAKANIR FYRIR STAFRÆNU OFBELDI“ Fyrir neðan eru lógó UN Women Ísland og herferðarmerkið „For all women and girls“. Neðst til vinstri stendur smátt „Stock photo posed by model“ og neðst í miðju #16DAGAR og #ACTTOENDVIOLENCE.

Alþjóðleg herferð UN Women sem stendur ár hvert frá 25. nóvember til 10. desember er í ár 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi (e. 16 Days of Activism against Gender-based Violence) undir merkjum UniTE to End Violence against Women,

Herferðin tengir saman alþjóðlegan baráttudag Sameinuðu þjóðanna gegn kynbundnu ofbeldi og alþjóðlegan mannréttindadag Sameinuðu þjóðanna. Í ár, þegar undirritun Peking-sáttmálans, er athyglinni beint að stafrænu ofbeldi gegn konum og stúlkum.

» Stafrænt ofbeldi eykst hratt – en nær helmingur kvenna og stúlkna í heiminum býr enn ekki við lagalega vernd gegn því – UN Women Ísland

ÖBÍ réttindasamtök leggja áherslu á að stafrænt umhverfi sé öruggt fyrir alla, ekki síst fatlaðar konur og fatlað fólk sem fyrir verður margþættri mismunun. Stafrænt ofbeldi er raunverulegt ofbeldi sem skerðir þátttöku í samfélaginu, heftir tjáningarfrelsi og getur orðið til þess að raddir jaðarsettra hópa þagni. ÖBÍ hvetur stjórnvöld, löggæslu, fjölmiðla, tæknifyrirtæki og almenning til að axla sameiginlega ábyrgð á því að breyta menningu, styrkja úrræði og tryggja að enginn verði skilinn eftir í skugga stafræns ofbeldis.

» Sjónum beint að stafrænu ofbeldi – ÖBI

 

Upplýsingar

Skipuleggjandi