Skip to main content
AtvinnumálUmsögn

Drög að atvinnustefnu Íslands – vaxtarplan til 2035

By 5. desember 2025No Comments
Manneskja í hjólastól vinnur við stjórnborð í iðnaðarumhverfi.

Nýlega var sett í samráðsgátt stjórnvalda, drög að atvinnustefnu Íslands – vaxtastefna til 2035. ÖBÍ fagnar því að stjórnvöld ætli að leggja fram atvinnustefnu til ársins 2035. Markmið atvinnustefnunnar er að fjölga vel launuðum störfum um allt landið og styðja hagvöxt í jafnvægi við samfélag, umhverfi og innviði. Atvinnustefnan er 10 ára vaxtaplan um hvernig stjórnvöld ætla að vinna með atvinnulífinu að aukinni verðmætasköpum. Í stefnunni verður byggt á styrkleikum landsins þar sem auðlindagreinar og hugverkaiðnaður gegna lykilhlutverki.

Í lýsingu á verkefninu kemur fram að með mótun atvinnustefnu á að styðja við hagvöxt og fjölbreytt störf í öllum landshlutum. Til að hrinda áherslum stefnunnar í framkvæmd verður byggt á sérstöðu og styrkleikum hvers landsvæðis. Samhliða innleiðingu stefnunnar verður sérstaklega litið til tækifæra fyrir nýjar stórfjárfestingar á sviði atvinnuþróunar um allt land.

Jafnframt er lögð áhersla á að efla starfs -, iðn – og tæknigreinar og móta sveigjanlegar kennsluaðferðir í takti við þarfir samfélagsins. Einnig er brýnt að laða erlenda sérfræðinga til landsins og móta skilvirka ferla um hæfni – og færnimat fyrir íslenskan vinnumarkað.

ÖBÍ leggur áherslu á að félagsleg sjálfbærni á vinnumarkaði þarf að fela í sér virka þátttöku fatlaðs fólks. Það er mikilvægt að atvinnustefna innihaldi tækifæri til þátttöku allra þjóðfélagshópa þannig að hver og einn finni til ábyrgðar til þess að skapa meiri verðmæti.

Ekkert um okkur án okkar!

Með vinsemd og virðingu,

Alma Ýr Ingólfsdóttir
formaður ÖBÍ

Gunnar Alexander Ólafsson
hagfræðingur ÖBÍ

Sunna Elvira Þorkelsdóttir
lögfræðingur ÖBÍ


Drög að atvinnustefnu Íslands – vaxtarplan til 2035
Mál nr. S-226/2025. Forsætisráðuneytið.
Umsögn ÖBÍ, 5. desember 2025


ÖBÍ réttindasamtök (ÖBÍ) eru heildarsamtök fatlaðs fólks á Íslandi. Hlutverk samtakanna er að koma fram fyrir hönd fatlaðs fólks í hverskyns hagsmunamálum.